12.6.2012 | 21:44
Forseti framtíðarinnar
Til þess að sigrast á gamla forsetanum - tíma spillingar, lyga og sundrungar - þurfa allir, sem vilja á Íslandi nýja hugsun, nýjan tíma samstöðu - og málefnalegs ágreinings og samræðu - að sameinast um Þóru Arnórsdóttur, sem ein getur sigrað ÓRG.
Af þeim sökum þarf að fara þess á leit við hina frambjóðendurna, að þeir dragi framboð sitt kurteislega til baka, svo að eftir standi annars vegar gamli tíminn, fortíðin: Ólafur Ragnar Grímsson - og nýi tíminn, framtíðin - Þóra Arnórsdóttir.
Það sem allir frambjóðendur aðrir en ÓRG vilja, er nýr tími, ný hugsun, ný framtíð, nýr forseti, sannleikur og heiðarleiki. Ekki gömlu lygina enn ein fjögur árin í viðbót.
Athugasemdir
Sem sagt! Hinn andþjóðlegi eldgamli sósíaldemókratismi Þóru, sem ekki bara hefur
rústað Íslandi, sbr. EES, heldur V-Evrópu +
sbr. ESB og evra, skal kjósa! ÞVÍLÍK ÖFUGMÆLI Tryggvi! Og ekki gleyma Icesave-þjóðargjaldþrotinu sem forseti vor bjargaði oss frá!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.6.2012 kl. 00:58
Og þvílíkur sósíaldemókrataískur HROKI og VANVIRÐA gagnvart lýðræðinu og öðrum frambjóðendum Tryggvi að krefja öll hin 4 framboðin marklaus! Tekin
til baka!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.6.2012 kl. 01:09
Ég mun stolt veita Ólafi Ragnari mitt atkvæði i kosningunum. Ef hann væri ekki í framboöi hefði ég kosið Andreu eða Herdísi. Þær eru miklu mun meiri mannkostamanneskju en Þóra. Vona að ég fái tækifæri á að kjósa þær næst þegar kosið verður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 01:30
Ég veit þú ert vinstri maður, Tryggvi. En hver er nú sannasti alþýðusinninn: Ólafur Ragnar Grímsson eða Steingrímur J. Sigfússon ... eða Þóra Arnórsdóttir?! Hvert þeirra hefur sýnt það bezt í verki að standa með hinum stritandi, skattgreiðandi manni, Ólafur með Icesave-andstöðu sinni, Steingrímur með Icesave-ásókn sinni eða Þóra hin meðvirka og meðfærilega?
Tekur því að minnast á Jóhönnu hér? Ber hún nú orðið Jóhönnunafn verkalýðsleiðtogans ömmu sinnar með sæmd eða kannski bara með skömm? Ætli Jóhanna hin fyrri hafi viljað fórna lýðveldinu á altari stórveldabandalags?
Og tekur því að minnast hér á Esb-flakkarann Össur Skarphéðinsson? NEI.
Jón Valur Jensson, 13.6.2012 kl. 01:36
Nú sem aldrei fyrr síðan ég fæddist, 1944, þá þurfum við á foringja að halda með kunnáttu, reynslu og þor til að hrinda ásókn minnihluta hópa sem vilja gefa undan okkur landið, með öllum þess kostum og okkur með.
Þessir minnihluta hópar eru í eru í raun hryðjuverka hópar sem komust til valda með lygum og stolnum atkvæðum og vinna að því leynt og ljóst að svipta okkur eignum okkar og frelsi. Þetta eru þrælasmalar Evrópusambandsins.
Þetta sést best á því að foringjar þessara hryðjuverka hópa vilja ekki hlusta á landann, heldur halda þeir uppi liði suður í Evrópu á kostnað landans til að undirbúa verk sitt og foringjar þeirra hér heima hafa veitt þrælasmölunum frelsi til að undirbúa yfirtöku sína hér heima og veita til þess miljörðum.
Það sést á suðurjaðri Evrópu og Írlandi hvernig þessir þrælasmalar Evrópu fara að. En liðsmenn hryðjuverkamannanna hér heima eru ljóslega jafn snjallir og Nelson við að nota kíkir þannig að staðreyndur sjáist ekki.
Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2012 kl. 07:44
Tryggvi Þú ert Norðfirðingur og þér mun vera fyrirgefið en samt að láta svona út úr sér sem fullorðin maður skil ég ekki. Ef þú vilt glæsilega og vel manntaða konu spáðu þá í Herdísi. Fólk sem ætlað að kjósa Þóru er Afþvíbara fólk. Hún kemur vel fram í sjónvarpi. Ert þú einn af þeim.
Valdimar Samúelsson, 13.6.2012 kl. 09:19
Herdís stóð sig afar vel í viðtalinu í gær. Hafði öll svör á reiðum höndum og aldrei neitt hik. Hún er góður kostur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.