28.6.2012 | 08:40
Þóra Arnórsdóttir forseti
Þrennt er það sem forseti Íslands á að sinna. Í fyrsta lagi á hann að vera sameiningartákn ekki stjórnmálaafl og koma fram fyrir hönd allrar þjóðarinnar ekki hagsmunahópa sem mest eru áberandi hverju sinni.
Í öðru lagi á forseti að koma fram undir merki menningar og mannúðar, hafinn yfir pólitískar væringar án undirmála, blekkinga og ósanninda, vinna að sátt og samlyndi allra sem í landinu búa, af hvaða þjóðerni og hvaða uppruna sem er, líta til heimsins alls en ekki síður inn á við, gagnrýninn á sjálfan sig og þjóðina og vinna gegn misrétti, hroka og ofmetnaði.
Í þriðja lagi á forseti Íslands að sinna stjórnarathöfnun sem stjórnarskráin felur honum beint í anda þingbundins lýðræðis.
Þóra Arnórsdóttir kemur sem ferskur andblær inn í svækju átakastjórnmála, óbundin, heiðarleg og óháð, talar frá hjartanu en vefur sig ekki orðskrúði og gömlum slagorðum áróðursmanna. Hún getur sigrast á spillingu og flokkadráttum sem geysað hafa í landinu undanfarin 16 ár og orðið sameiningartákn, boðberi mannúðar og menningar og tryggt þingbundna lýðræðisstjórn í landinu.
Þóra Arnórsdóttir forseti.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 28. júní 2012
Athugasemdir
Tryggvi. Forsetin á að vinna eftir stjórnarskránni. Hann á líka að fara eftir henni og sjá um að aðrir geri það. Er þetta einhvað að vefjast fyrir þér.
Valdimar Samúelsson, 28.6.2012 kl. 20:17
Hvar í stjórnarskránni stendur að forsetinn eigi að sjá til þess?
Það er alla vega að vefjast fyrir MÉR.
Guðjón Eiríksson, 28.6.2012 kl. 22:30
Guðjón er einhver annar en æðsti maður landsins sem á að halda vörð um að stjórnarskránni sé framfylgt í þágu fólksins eða er það kannski dyravörður Alþingis. þú seg mér.
Valdimar Samúelsson, 28.6.2012 kl. 23:30
Guðjón Kl. 22.30. Þú hlýtur bað vera menntamaður, ef það er staðreyndin að þú látir það vefst fyrir þér að hafa nenning til að verja stjórnarskránna. Annar möguleiki er líka að og hann er vitskortur, sem ævinlega fyrirgefst.
Valdimar Samúelsson Það er ekkert við það að athuga þó menn hafi skiptar skoðanir varðandi frambjóðendur til forseta kjörs. En ég er búin að fá nóg af Jóhönnu og langar bráðum að fá stjórn sem stelur ekki af mér möguleikanum til að virkja það sem ég hélt að ég væri að smíða handa okkur Helgu minni til elli áranna,en sýnist nú vera glatað og af mér stolið erfiði.
Ekki vegna banka þjófnaðar eða bankahruns heldur vegna þess að Jóhanna er endalaust að safna sér fyrir aðgöngumiða að Evrópusambandinu og lætur sér fátt um finnast þó annað vanti.
Ef þú ert kátur núna Tryggvi þá líður þér væntanlega betur þegar stelpan hefur fengið þinn mátt til að styðja Jóhönnu til að fullkomnað verkið, og þakki þér þá andskotinn.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.6.2012 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.