Þreytt þjóð, þreyttur forseti

Sjálfstæðismenn hafa tryggt kjör Ólafs Ragnars Grímssonar fimmta kjörtímabil hans sem forseti. Ólafur Ragnar Grímsson situr því 20 ár í embætti forseta - ef að líkum lætur - sem er óþekkt í nokkru lýðræðislandi á Vesturlöndum. Úrslitin vekja til umhugsunar um stöðu þessarar þjóðar sem er ráðvillt, þreytt og áhugalaus. Þjóðin á því skilið að fá gamlan og þreyttan forseta sem gengið hefur á bak orða sinna, breytt afstöðu sinni og skoðun hvað eftir annað og afskræmt heiðarlega umræðu. En vatnið er gott Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ert þú ekki bara sjálfur þreyttur á þessu öllu saman, Tryggvi minn?

Ólafur stundar líkamsrækt miklu betur en við og er manna hressastur.

Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 04:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hinn síungi forseti,varð við áskorun tuga þúsunda Íslendinga,á þessum óvenjulegu tímum.

Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2012 kl. 13:14

3 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Niðurstaðan sýnir enn eina ferðina að hluti þjóðarinnar, sérstaklega landbyggðarfólk, lætur einskis ófreystað til að halda okkur utan ESB. Það er oft langt til seilst og kostar þjóðina gríðarlegar fórnir. Í grunninn er það fyrir okkar dýra niðurgreidda landbúnað og þá sem lifa á honum. Þjóðin skilur ekki hvað þetta kostar hana mikið og bara vorkennir aumingja bændunum.

Guðjón Sigurbjartsson, 1.7.2012 kl. 13:17

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er nokkuð rétt greining.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2012 kl. 13:22

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta með líkamsræktina staðfesti Ólafur í sínu ágæta Bylgjuviðtali í hádeginu.

Aðspurður, hvort baráttan hefði verið erfið, mæltist honum m.a. nokkurn veginn orðrétt þannig:

"Sem betur fer er ég vel á mig kominn líkamlega, þökk sé kannski morgungöngunum og æfingunum alla daga ársins."

Einnig sú rækt herra Ólafs við þessa Guðsgjöf, líkamann, mælir með honum.

Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 13:49

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei,fólkið á landsbyggðinni sér lengra en til næstu fjögurra ára. Ekkert ríki í Evrópu er eins langt frá ,,klasanum,, eins og Ísland og Færeyjar. Fólk er vel upplýst um þróun Evrópusambandsins og þá erfiðleika,sem það glýmir við. Auk þess er okkur hollt að halda þeim hreina bústofni,sem okkur hefur tekist að verja gegn alvarlegum sjúkdómum. Hér eru nægar auðlindir,landrými og væntingar gróðapunga Esb. til að ásælast. Hér ætlar sá kjarni sem sýnilegur er í forsetakosningum að berjast fyrir Sjálfstæði Íslands,með góðum samskiptum við ríki um allan heim,ekki bara Evrópu.

Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2012 kl. 14:02

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vesalings Guðjón kunningi minn og fyrrum samflokksmaður vill hverfa frá niðurgreiðslu landbúnaðar okkar, sem stuðlar þó að betri nýtingu landsins og möguleikum smærri samfélaganna til að lifa af, eins og þau þurfa, hvort eð er, að gera og halda áfram að nýtast bæði sjávarsókn og síaukinni ferðaþjónustu.

Í stað niðurgreidds landbúnaðar hér vill Guðjón kostnaðarsama þátttöku okkar í RISAVÖXNUM niðurgreiðslum Esb-landbúnaðar! -- og það jafnvel þótt þetta kosti okkur afsal æðsta fullveldis í löggjafar- og fleiri málum, sem og að Evrópusambandið taki sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!

Það eru svona viðhorf, sem ber að vorkenna, Guðjón minn.

.

Og þá er það vísa handa Ómari Bjarka:

.

Seyðisfjarðarflónsins orð

fljúga vítt um netið.

Fullveldis vilji'hann fremja morð,

fáir það skilja á Íslands storð;

mas hans er einskis metið.

.

Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 14:19

8 Smámynd: Jón Sveinsson

ÞAÐ ER ERFITT FIRIR SUMA AÐ SKILJA AÐ HVERT ATHVÆÐI SEM EKKI ER NÍTT ER SIGURVEGARA KOSNINGARINNAR OG EF EKKI ÞÁ MÆTIR FÓLK OG SKILAR BARA AUÐU SVO EINFALT ER ÞETTA...

Jón Sveinsson, 1.7.2012 kl. 14:44

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er nefnilega nokkuðgóð greining.

Óbærilegur þreytileiki tilverunnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2012 kl. 15:25

10 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Ekki kæmi mér á óvart, Jón Valur Jensson, að ekki aðeins ég - ef mig skyldi kalla - heldur margur góður sjálfstæðismaðurinn yrði orðinn þreyttur áður yfir lyki á þreytandi og þreyttum forseta, hinu nýja stjórnmálaflokki Ólafi Ragnari Grímssyni.

Tryggvi Gíslason, 1.7.2012 kl. 18:23

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Af hverju fara vinstri menn í fýlu þegar fólkið í landinu velur sér forseta sem það treystir?  Stóðu ekki vinstri menn saman um að kjósa Þóru eða Ara Trausta?  Er lýðræði bara til handa fulltrúum vinstrimanna?  Í kosningum sigra ekki allir, en besta niðurstaðan fæst, sé heiðarlega að þeim staðið.

   

Hrólfur Þ Hraundal, 1.7.2012 kl. 18:31

12 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Þessi niðurstaða er eðlileg hvort sem maður er ánægður með hana eða ekki. Þetta er bara fólkið sem vill halda okkur utan ESB sem lætur það ganga fyrir öllu. Það verður þá svo að vera fyrir þá sem nenna að búa við það. Hinir geta bara hugað að flutningi til annarra landa, enda opið með EES samningnum.

Guðjón Sigurbjartsson, 2.7.2012 kl. 17:24

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér sýnist mesta þreytan drúpa hér af þér, Tryggvi minn, þú hefur ekki einu sinni megnað að skrifa nýjan pistil eftir lokatalninguna, hvað þá fagnaðarpistil.

Jón Valur Jensson, 2.7.2012 kl. 18:36

14 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Get glatt þig með því, Jón Valur, að pistill, greinar og skýringar hafa þegar birst - og eiga eftir að birtast - jafnvel fagnaðarpistlar, en einnig harmagrátur. Hins vegar hafa þegar komið gagnmerkir pistlar, greinar og skrif sem bregða ljósi á forsetann og viðhorf hans, svo sem eftir Davíð Oddsson, Styrmi Gunnarsson og Þorstein Pálsson, sem ég vona að þú hafir lesið - og skilið, að ekki sé talað um greiningar og ummæli fræðimanna á sviði lögfræði og stjórnmálafræði. Hins vegar vildi ég biðja þig að skýra fyrir mér, sjálfum þér og öðrum, hvers vegna þú ert svo fagnandi yfir kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar til forseta Íslands nú - árið 2012? Varstu svona fagnandi árið 1996 og 2004?

Tryggvi Gíslason, 3.7.2012 kl. 00:10

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ég var það síður en svo þá, Tryggvi, enda enginn vinstri maður.

Nú var hins vegar ástæða til að kjósa Ólaf Ragnar, eins og þú átt að þekkja.

Forsetinn er og verður brjóstvörn okkar, sverð og skjöldur gegn ásælni ágjarnra, erlendra ríkisstjórna, sem vildu reyna við okkur gömlu Fiji-eyja-aðferðina og seilast eftir auðlindum okkar (makríllinn er augljóst dæmi nú þegar). Þessar ríkisstjórnir eiga svo innangengt hér hjá algerum lúðum í stjórnmálastéttinni, eins og þú átt líka að vita. Svo herfileg voru svik Steingríms og Svavars við þjóðarhagsmuni, að halda mætti, að MI-5 eða MI-6 hafi komizt í viðkvæm STASI-gögn um einhverja og haft á þeim kverkatak.

Forsetinn er einnig meðvitaður um vit-leysuna í því að vilja innmúra Ísland í Evrópusambandið og færa æðsta löggjafarvald okkar út til Brussel. Hann lætur 5. herdeildinni ekki takast það með neinum vélabrögðum. Hann er reiðubúinn að beita sér þar, sem Þóra þyrði því ekki eða myndi ekki einu sinni vilja það, að mínu mati. Og allt er þetta mitt mat á hlutunum hér.

Og hvað hefurðu séð eftir Davíð Oddsson nýlega?

Jón Valur Jensson, 3.7.2012 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband