Með lögum skal land byggja

Undarlegt var að heyra Pétur Blöndal, fulltrúa á löggjafarþingi landsins, halda því fram í gær, að lög kæmu ekki í veg fyrir okulánastarfsemi í landinu, heldur ætti að kenna fólki fjármálalæsi til þess að geta forðast svikalán smálánastofnana. Ekki sagði alþingismaðurinn hver ætti að kenna fjármálalæsi og því síður hvað fælist í orðinu.

Með því að leyfa sér að draga ályktanir af þessari undarlegu skoðun alþingismannsins - sem auðvitað ætti ekki að gera - þyrfti ekki að setja nein lög í landinu, heldur aðeins að kenna fólki guðsótta og góða siði, sem að sjálfsögðu er rétt að gera: fyrst á heimilunum og í fjölskyldunni, síðan á leikskólum og í grunnskólum og áfram í framhaldsskólum, eins og raunar gert er og gert hefur verið lengi og verður gert áfram, en hefur ekki dugað til.

En frjálshyggja Péturs Blöndals og annarra hans nóta hefur löngu riðið sér að fullu. Flestir hafa gert sér það ljóst, en meðan enn eru menn sem halda, að markaðurinn geti bjargað öllu að ekki sé talað um "frjálsa samkeppni" - sem í raun er ekki til - verður að setja lög, enda er það upphaf þinghalds og þjóðarsáttar í landinu að með lögum skal land byggja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband