10.9.2012 | 14:17
Hugsunin og tungumįliš
Eitt af undrum sköpunarverksins er hugsun mannsins. Ķ kvęši eftir enska skįldiš Shelley [d 1822] segir, aš tungumįliš hafi skapaš hugsunina (Speech created thought). Undir žau orš mį taka. Mannleg hugsun er óskiljanleg manninum, žótt ķ žvķ kunni aš felast mótsögn, en hugsunin er bęši margžętt og margslungin.
Ķ fyrsta lagi mį nefna hina skapandi hugsun, sem er undirstaša ķ listum, mannskilningi og mannśš. Sumir halda žvķ fram, aš žar sem ķ Biblķunni er talaš um aš guš hafi skapaš manninn ķ sinni mynd, sé įtt viš hugsunina. Žaš sé hugsunin, sem mannskepnan og guš eigi sameiginlegt og geri mannskepnuna lķka guši. Ķ öšru lagi mį nefna hina gagnrżnu hugsun, sem er undirstaša žroska og skilnings.
Ķ žrišja lagi mį nefna hugsunina sem bżr aš baki tungumįlinu. Haft er eftir franska stjórnmįlamanninum Charles-Maurice de Talleyrand [d 1838], aš mįliš hafi veriš gefiš manninum til žess aš leyna hugsun sinni (La parole a été donnée ą lomme pour désguiser sa pensé). Žessi hugmynd kemur raunar fyrir miklu fyrr og er rakin til grķska heimspekingsins Plśtarkosar [d um 120] žar sem hann segiraš flestir Sófistar noti oršręšur sķnar til žess aš breiša yfir hugsanir sķnar. Žetta getur enn įtt viš bęši heimspekinga og stjórnmįlamenn og hugsanlega fleiri.
Danski heimspekingurinn Sųren Kierkegaard [d 1854] segir hins vegar aš mašurinn viršist ekki hafa hlotiš mįliš til aš leyna hugsun sinni heldur til žess aš leyna žvķ aš hann hugsar ekki neitt (Menneskerne synes ikke at have faaet Talen for at skjule Tankerne men for at skjule, at de ingen Tanker har.)
Ekki er vitaš hvernig samband hugsunar og mįls er, hvort mannskepnan hugsar ķ oršum eša ķ myndum eša hvort tveggja, allt eftir žvķ hverjar ašstęšurnar eru og um hvaš viš erum aš hugsa. Stundum förum viš aš vķsu meš orš ķ huganum til žess aš rifja upp eitthvaš, s.s. ljóš eftir Jónas Hallgrķmsson, eša viš erum aš rįša viš okkur hvaš viš ętlum aš segja hvernig viš ętlum aš orša hugsanir okkar. Hins vegar er ljóst aš mikiš af hugsunum okkar fer ekki fram ķ oršum heldur ķ myndum hugarmyndum.
En hvernig sem sambandi hugsunar og mįl er fariš, er mikilsvert aš hugsa įšur en viš tölum. Sagt er aš skipta megi fólki ķ tvo hópa. Ķ fyrri hópnum eru žeir sem hugsa įšur en žeir tala, ķ hinum eru žeir sem tala įšur en žeir hugsa.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.