17.2.2013 | 17:38
Hraðfréttamenn
Fróðlegt væri að vita hvað fyrir "hraðfréttaprinsunum" vakti með þessu uppátæki. Þeir virðast hins vegar halda að þeim leyfist hvað sem er hvar sem er. Ólafur Ragnar Grímsson er forseti Íslands. Forseta Íslands á að sýna virðingu. Þetta var klámhögg. Frægðin hefur stigið "prinsunum" til höfuðs. Hafi þeir skömm fyrir.
![]() |
Okkur fannst hann eiga prentara skilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Grín nútímans er svo langt frá því sem við gamlingjarnir eigum að venjast og gengur á köflum lengra en sæmandi er. Mér finnast þessir kumpánar, þá sjaldan ég horfi á hraðfréttatímann, frekar leiðinlegir og get ekki skilið af hverju þeir eru alls staðar þar sem eitthvað er að gerast.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 18.2.2013 kl. 01:16
Tek undir þetta með þér Tryggvi, enda er útsala á prenturum í ELCO ekki endilega frétt sem þarfnast stuðnings forsetans.
En ég held að íslenskir fréttamenn séu alveg afspyrnu lélegir. Allt í einu hoppa þeir allir sem einn, upp í hæstu hæðir og þvaðra hver í kapp við annan i þrjá sólarhringa og svo dettur botninn úr tunnunni. Og hvað svo? Jú þeir eru allir dottnir ofan í aðra tunnu með botni.
En um lyktir málsins úr botnlausu tunnunni fáum við hér ekkert að vita nema við sjálf leitum þau uppi í erlendum fréttamiðlum. Það sem bjargar okkur Íslendingum vegna þessarar andlegu fátæktar fréttamanna er að við erum fréttafíklar.
En svo allrar sanngirni sé gætt þá eru til undantekningar.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.2.2013 kl. 10:30
Vel kann að vera, Anna Dóra, að grín nútímans sé langt frá því sem við "gamlingjarnir" vöndumst. Hins vegar hafa allir aldurshópar gaman af góðu gríni og góð kímni fer ekki milli mála. Framkoma "hraðfréttamannanna" í Hörpu var afar óviðeigandi, þótt þeir hafi oft verið skemmtilegir, enda ratast kjöftugum oft satt orð á munn.
Hvað varðar íslenska fréttamenn og íslenska fjölmiðla, Hrólfur, eru þeir margir heldur klénir, hlutdrægir, einsýnir, fávísir og skortir úthald.
Tryggvi Gíslason, 18.2.2013 kl. 18:11
Það skortir ekkert uppá húmorin á þínum bæ sé ég. Biturð is the new black sagði einhver og svei mér þá ef sá hinn sami hafði ekki bara rétt fyrir sér
Arnar Ásbjörnsson, 19.2.2013 kl. 01:25
Gamansamt fólk eins og þú, Arnar Ásbjörnsson, andlitslaus maðurinn, hefur lengi afsakað misgjörðir sínar með húmor.
Tryggvi Gíslason, 19.2.2013 kl. 08:25
Þó ég eigi kannski ekki fallegasta andlitið á skerinu finnst mér nú full harkalega að mér vegið að kalla mig andlitslausan. Hvað misgjörðirnar mínar og minna varðar þá kem ég því ekki alveg fyrir mig hvað þú átt við vinur. Réttast væri að snúa skeifunni við og brosa svolítið framan í heiminn. Það hefur ekki sakað hingað til.
Arnar Ásbjörnsson, 19.2.2013 kl. 15:20
Satt, gott grín er hið besta mál. Ég er ekkert svo slakur húmoristi, en sumt kann ég bara ekki að meta. Ég hef séð ágæta takta hjá Hraðfréttamönnunum, en heilt yfir nenni ég ekki að hlusta á þá. Þeir eru, að mínu viti, oft öfugu megin við línuna.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 19.2.2013 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.