Nemendur MR

Gaman væri að vita, hvers vegna nemendur Menntaskólans í Reykjavík við Lækjargötu - hins gamla Lærða skóla - hafa unnið 18 sinnum í spurningakeppni framhaldsskólanna undanfarin 20 ár. Eru nemendur skólans svona miklu betur gefnir - það sem Þingeyingar kalla "gáfaðri" - en nemendur allra 40 annarra framhaldsskóla landsins eða falla furðulegar - svo ég segi ekki heimskulegar spurningar - betur að takmörkuðum lærdómi nemenda "lærða skóla" á Íslandi ellegar er þetta einn eitt dæmi um fornaldarmenntun Íslendinga, þ.e.a.s að geta svarað hvaða ár Cesar var drepinn en ekki hvers vegna Cesar var drepinn? Að lokum vil ég segja, að þann hálfan mannsaldur, sem ég hef verið búsettur í þremur þjóðlöndum Evrópu - öðrum en elsku hjartans Íslandi - hef aldrei séð svona "skemmtiþátt" heimskunnar - og vona að ég eigi aldregi eftir að sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek heilshugar undir orð þín.  Staðreyndir eru ágætar svo langt sem þær ná, en skilningur er margfalt betri.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband