Réttlæti, velferð, jöfnuður

Miklar breytingar verða á þingliði eftir kosningar. Ljóst er, að fleiri nýir fulltrúar taka sæti á Alþingi en nokkru sinni í 167 ára sögu hins endurreista Alþingis. Vonandi þekkja nýir alþingismenn og -konur sinn vitjunartíma og átta sig á því, til hvers ætlast er til af þeim: að þjóna almenningi, hætta skömmum og málrófi og taka upp samræður en láta af hæðni, spotti og heimskutali, sýna virðingu og nýta þingtímann til góðra verka, bæði í nefndum og á þingfundum. 

Það eru nýir tímarKjósendur þekkja orðið rétt sinn - þekkja sinn vitjunartíma. Þeir vita að valdið er hjá fólkinu. Í nýrri stjórnarskrá verða - hvernig sem annað veltist - ákvæði um að kjósendur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög, sem Alþingi hefur samþykkt, og geti lagt fram þingmál á Alþingi.

Beint lýðræði tekur við af flokksræði og frjálsir blaðamenn munu í auknum mæli grafast fyrir rætur hvers máls. Aukin menntun og víðsýni fólks mun valda því að gagnsæi verður haft og blind flokkshollusta hverfur fyrir skynsamlegu mati á hverju máli sem upp kemur. Þetta verða alþingismenn og -konur að gera sér ljóst. Ef þau bregðast á næsta þingi, verða þau send heim. 

Þjóðþing Íslendinga árið 2010 - sem einstaka misvitrir stjórnmálamenn hæddust að - bað um réttlæti, velferð og jöfnuð, bætt siðgæði, frið, aukið alþjóðlegt samstarf, skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda og virðingu fyrir alla: konur og menn, unga og gamla, fólk allra þjóða og alls staðar í heiminum, hver sem trúarbrögð kunna að vera.

Það eru nýir tímarKrafan er jöfnuður, velferð og réttlæti. Það er nóg handa öllum - ef skipt er rétt og þjóðin fær sjálf arð af eignum sínum: orkunni, vatninu og fiskinum í sjónum. Purkunarlaus auðsöfnum fárra mun senn heyra fortíðinni til. Þá er unnt að bæta menntun, sinna sjúkum frá vöggu til grafar og gera almenningi kleift að búa við öryggi í eign húsnæði - eða í leiguhúsnæði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2013 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband