8.4.2013 | 23:57
Það dagar fyrir DÖGUN
Sjaldan hef ég heyrt frambjóðanda - stjórnmálamann - flytja mál sitt jafn vel og Andreu Ólafsdóttur, fulltrúi DÖGUNAR, í viðtali í ríkissjónvarpinu í kvöld.
Skýr hugsun og einföld, afdráttarlaus og skiljanleg svör við öllum spurningum, svör byggð á raunsærri stefnu til hagsbóta fyrir almenning, mótuð á grundvelli beins lýðræðis sem veitir stjórnmálamönnum aðhald.
Vonandi nær þessi rödd að heyrast á Alþingi. Þjóðin þarf á því að halda.
Athugasemdir
Ég er svo sannarlega sammála þér. Til fyrirmyndar.
Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.