Vit og þekking - hver á að marka stefnu og hver á að ráða?

Fróðlegt var að hlusta á Robert Wessman í Silfri Egils í dag um "snjóhengjuna", fjárhagsstöðu Íslands og framtíð þjóðarinnar. Robert er mjög vel máli farinn og skýr í hugsun svo að hver sveitadrengur gat skilið allt sem hann sagði.

Þá vaknaði sú hugsun að láta fólk, sem hefur vit á fjármálum, marka stefnuna í fjármálum, fólk sem hefur vit á menntamálum marka stefnuna menntamálum og fólk sem hefur vit á samgöngum marka stefnuna í samgöngumálum og leggja tillögurnar fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu og minnka sem mest áhrif atvinnustjórnmálamanna sem fæstir hafa vit á því sem þeir eru að fjalla um. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Rökrétt hugsun Tryggvi. En hættan er sú að ,,sérfræðingarnir" sem telja sig vita allt best um viðkomandi málefni, lokist inni í einhverjum fílabeinsturni þar sem engin gagnrýni kemst að. Og þá er voðinn vís.

Þórir Kjartansson, 22.4.2013 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband