24.4.2013 | 20:50
Reykjavíkuríhaldið og Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkuríhaldinu í Samfylkingunni og VG - að ekki sé nú talað um Reykjavíkuríhaldinu í Sjálfstæðisflokknum - gleymist á stundum að Reykjavík er höfuðborg allra landamanna - ekki bara borgarstjórnar Reykjavíkur.
Svandís Svavarsdóttir og Sigríður Ingadóttir lögðu áherslu á það í umræðum á Rás2 í kvöld að skipulagsvaldið væri hjá borgarstjórn Reykjavíkur. Af þeim sökum mætti byggja í Vatnsmýrinni og úthýsa flugvellinum, þótt 80% landsmanna vilji flugvöllinn í Vatnsmýrinni, auk þess sem nægilegt byggingarland er annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, s.s. í Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði - ef því er að skipta.
Athugasemdir
Það gleymist gjarnan í þessu moldviðri að við búum á eyju og flug og flugvellir eru þjóðbrautir okkar. Þá verður að verja fyrir lýðskrumurum samfélagsins. Þessa dagana leggjast þeir þó lægra en nokkru sinni fyrr, þegar fórna skal öryggi flugfarþega til hlífðar ofvöxnu illgresi.
Þorkell Guðnason, 25.4.2013 kl. 00:07
Algjörlega sammála ykkur báðum. Flugvöllin áfram í Vatnsmýrinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2013 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.