Gladíatorar samtímans

Nú stendur yfir "álfukeppni í knattspyrnu", eins og alþjóð veit og  jafnvel heimurinn allur. Knattspyrna er skemmtilegur leikur - eins og fótbolti og skylmingar sem við stunduðum á Norðurbrekkunni um miðja síðustu öld. Í þeim fótbolta - knattspyrnunni - var spilað á eitt mark, allir á móti öllum,  og mestu  skipti að sparka sem lengst, eins og KRingar gerðu fyrir sunnan.  Brasilíumenn, Spánverjar og Ítalir eru - eins og gefur að skilja - betri en við KAmenn, að ekki sé talað um Þorpara, Eyrarpúka og aðra horngrýtis Þórsara sem sýndu bæði hörku og ósvífni - og unnu enda okkur Brekkusnigla oftast - ef ekki alltaf.  Amk man ég eftir tapi okkar KAmanna fyrir Þór 13:1 vorið 1950 þar sem ég stóð í marki! Hins vegar hef ég ekki getað varist þeirri hugsun að að horfa á álfukeppnina í knattspyrnu - og raunar fótbolta undanfarin á - að þessir knattspyrnusnillingar séu í raun og veru skylmingaþrælar samtímans - gladíatorar nútímans. Þeir eru að vísu ekki drepnir á vígvellinum en lifa ekki lengi og eru seldir sem þrælar.

"Þau eru súr", sagði refurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband