Reykjavík - höfuðborg allra landsmanna

Seint virðist sumum forráðamönnum Reykjavíkurborgar ætla að skiljast, að Reykjavík er höfuðborð Íslands - höfuðborg allra landsmanna með öllum þeim gögnum og gæðum, kostum og göllum sem slíku fylgir.

Við Akureyringar hefðum gjarnan viljað afsala okkur atkvæðisrétti í Alþingiskosningum til þess að fá löggjafarþingið, stjórnarráðið, Háskóla Íslands og Landspítalann norður og leggja land undir flugvöll - en þess mun ekki kostur.

Enn er af hálfu þessara forráðamanna  Reykjavíkurborgar farið af stað með umræðu um að leggja þurfi Reykjavíkurflugvöll undir byggð til þess að geta gert borgina lífvænlegri. Það eru aðrir hlutir sem gera borg lífvænlega og að því hafa borgarbúar - Reykvíkingar - stuðlað með margvíslegum hætti undanfarna áratugi. En með því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður í sinni núvarandi mynd, er verið að skera hjartað úr borginni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Lattelepjandi kaffihúsalýður 101 Reykjavík er ekki á sama máli Tryggvi, Reykjavík er og á að vera fyrir lattelepjandi kaffihúsalýð 101 Reykjavik og það sem þeir vilja, á að gera, en ekki fyrir einhverja sveitó landsby idiot.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 29.8.2013 kl. 03:36

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Reykjavík er höfuðborg Íslands og því hljóta að fylgja bæði réttindi og skyldur. En Jón Gnarr og Gísli Marteinn skilja það greinilega ekki.

Þórir Kjartansson, 29.8.2013 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband