Hátíð vonar - jafnrétti og bræðralag

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur sýnt vilja sinn í verki, einurð og kjark með því að ætla að flytja ávarp á trúarhátíðinni Hátíð vonar sem haldin verður í Laugardalshöllinni í lok september og er samstarfsverkefni fjölmargra kirkna og kirkjudeilda. Með því segist hún styðja samstarf kristinna safnaða. En auk þess styður biskup raunverulegt skoðana- og trúfrelsi og lætur ekki undan áróðri þeirra fjölmiðla sem ganga erinda trúleysingja í landinu.

Áróður trúleysingja gegn Hátíð vonar er byggð á því að Franklin Graham, sonur Billy Graham, er ræðumaður hátíðarinnar, en hann er mótfallinn hjónaböndum samkynhneigðra og hefur talað opinberlega gegn samkynhneigð.

Áróður trúleysingja gegn Hátíð vonar er enn eitt dæmi þess, að þeir - og aðrir andstæðingar kristinnar trúar og kristinnar kirkju - beita nú þá, sem ekki eru á sömu skoðun og þeir, ofríki á sama hátt og þeir voru áður ofríki beittir. Þetta er ekki í samræmi við skoðana- og tjáningarfrelsi sem á að ríkja.

Fagna ber auknum réttindum einstaklinga hér á landi. Umræðu um mannréttindi, jafnrétti og bræðralag er þó hvergi nærri lokið. Ofstæki og áróður verður hins vegar ekki til að auka bræðralag, jafnrétti og mannréttindi. Allir skulu hafa rétt til að láta í ljós skoðanir sínar. Líka þeir sem eru mótfallnir hjónaböndum samkynhneigðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Flestir sem eru á móti þessari hátíð er ekki trúleysingjar heldur beinist mótstaðan  gegn þessum hommahatara sem þar á að tala. Að kenna trúleysingjum um þá andstöðu og kalla hana árúr eirra er eingöngu er ein hlið ofstækis.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.8.2013 kl. 15:03

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ef fólk umber ekki hvort annað, vegna sérstakra skoðana hvers og eins, þá er ekki verið að vinna að friði.

Þess vegna eiga menn að vera umburðarlyndir, því enginn er syndlaus, hvað skoðun sem hann annars hefur á mönnum og málefnum.

Það þurfa allir að læra að halda friðinn þó þeir séu ekki sammála í einu og öllu.

Þessu beini ég jafnt til trúmanna sem trúlausra, jafn til þeirra sem eru gagnkynhneigðir sem samkynkneigðir, jafnt til þeirra sem eru bjartsýnir og hinna sem eru svartsýnir. Allt litrófið kemur saman í einum regnboga, munum það.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 29.8.2013 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband