Nýr Landspítali Háskólasjúkrahús

Alma D. Möller, yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítala við Hringbraut, skrifar í dag grein í Morgunblaðið - sem allir ættu að lesa.

Í greininni segir, að ef lífeyrissjóðir landsmanna láni fé til byggingar Landspítala Háskólasjúkrahúss, fái lífeyrissjóðirnir ávöxtun innanlands, ríkið spari fé til lengri tíma og landsmenn eignist nútíma sjúkrahús. Alma færir skynsamleg rök fyrir máli sínu og bendir á að allir hagnist á þessu - og ekki þýði að gefast upp.

Óvanalegt er að lesa grein af þessu tagi um jafn viðkvæmt og vandasamt efni og heilbrigðismál Íslendingar eru. Að mínum dómi er engum vafa undirorpið, að leiðin, sem Alma bendir á, er fær.

Nú ber öllum að taka höndum saman um að leysa þetta þjóðþrifamál. Lausn þessa máls varðar alla, unga sem gamla - frá vöggu til grafar - og gæti skipt sköpum fyrir ótal margt annað sem vinna þarf til bóta í þessu þjóðfélagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki nóg að fá peninga fyrir nýju húsi, því fyrir utan að ekki fást starfsmenn til að manna spítalan, þá kemur spurningin um hvar hann á að standa.  Því ef menn gera alvöru úr að hrekja innanlandsflugið til Keflavíkur, þarf svona spítali að vera staðsettur þar, ásamt öllum öðrum þjónustugreinum sem almenningur þessa lands þarf að eiga viðskipti við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2013 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband