7.10.2013 | 16:32
Ráðstefna um líknarmeðferð
Ráðstefna um líknarþjónustu verður haldin n.k. laugardag, 12ta október 2013, á Grand Hóteli í Reykjavík. Markmið ráðstefnunnar er að fræða um líknarmeðferð og vinna gegn mýtum staðhæfingum sem standast ekki. Einkunnarorð Alþjóðadags líknarþjónustu 12. október 2013 eru: Baráttan fyrir alþjóðlegri viðurkenningu á mikilvægi líknarþjónustu - Staðhæfingar sem standast ekki.
Fyrirlesarar verða Arndís Jónsdóttir, sérfræðingur í líknarhjúkrun á Landspítala, Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir á líknardeild Landspítala, og Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur.
Alþjóðadagur líknarþjónustu er haldinn árlega á vegum Alþjóðasamtaka um líknarþjónustu, The Worldwide Palliative Care Alliance, í samvinnu við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina, WHO.
Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni gegnum fjarfundarbúnaði á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafirði, Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, FSA á Akureyri, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði og hjá Fræðslunetinu Fjölheimum Selfossi. Að loknum fyrirlestrunum verða fyrirspurnir og umræður þátttakenda frá öllum þátttökustöðunum.
Að ráðstefnunni standa Hollvinasamtök líknarþjónustu, Lífið, samtök um líknarmeðferð á Íslandi, Krabbameinsfélagið, ráðgjafarþjónusta, og Landspítali-Háskólasjúkrahús.
Allir velkomnir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.