Endurtekningar og ofnotkun

Endurtekningar eru algengar ķ ręšu og riti og eru žęr gamalt stķlbragš ķ ręšuflutningi į svipašan hįtt og žagnir, sem skipta afar miklu.  Endurtekningar og žagnir eru ķ samręmi viš forna męlskufręši, retórķk, žar sem markmišiš er aš sannfęra įheyrendur.  Ķ męlskufręši gilda fimm grundvallaratriš.  Ķ fyrsta lagi žarf aš gera sér grein fyrir um hvaš ętlunin er aš tala.  Ķ öšru lagi skipa efninu nišur.  Ķ žrišja lagi fęra efniš ķ bśning, ž.e.a.s. velja rétt orš orš.  Ķ fjórša lagi var ķ hinni gömlu męlskufręši ętlast til žess aš ręšan vęri lögš į minniš, žvķ aš įhrifameira vęri aš geta horft ķ augu įheyrenda en stauta sig fram śr handritinu. Ķ fimmta lagi žarf aš įkveša hvernig flytja į ręšuna, hvort tala į hęgt eša hratt, viršulega eša spjalla meš alžżšlegum hętti - svo og hvaš öšrum brögšum į aš beita, s.s. endurtekningum og žögnum.  Endurtekningar geta hins vegar oršiš žaš sem kallaš er klifun: žegar stagast er į orši og oršasamböndum.

Fyrir fjórum įratugum skaut upp oršinu purkunarlaust sem notaš var ķ tķma og ótķma.  Elsta dęmi oršsins viršist vera frį įrinu 1936 ķ grein ķ tķmaritinu Blöndu sem Sögufélagiš gaf śt.  Greinarhöfundur er Gušbrandur Jónsson prófessor sem skrifar um moršiš į Appoloniu Schwartzkopf, konu Fuhrmanns amtmanns į Bessastöšum.  Ķ greininni segir: „Hér er aušvitaš ekki įtt viš žaš, aš žaš geti nokkurn tķma veriš skynsamlegt eša rétt aš fremja slķkt fólskuverk, heldur hitt, hvort svo mikiš vęri ķ ašra hönd, aš runniš gęti tvęr grķmur į purkunarlaust fólk.“  Oršiš purkunarlaus merkir „samviskulaus“ eša „blygšunarlaus“.  Sķšasta dęmi um notkun oršsins į prenti er ķ uppvaxtarsögu Siguršar A. Magnśssonar Möskvar morgundagsins, sem śt kom 1981. Žar stendur:  „Kófdrukkiš par lį śtį mišju tśni og athafnaši sig purkunarlaust.“

Oršiš pólitķskur er notaš ķ żmsum oršasamböndum s.s. „pólitķskt hęli“, ž.e. skjól sem veitt er fólki sem oršiš hefur aš flżja ofsóknir ķ heimalandi sķnu vegna stjórnmįlaskošana.  Žį bera margir sér ķ munn oršasambandiš „pólitķskt įkvöršunaratriši“.  Viršist žį įtt viš aš įkvöršunin sé ķ höndum rįšandi stjórnmįlaaflaafla eša stjórnmįlamanna - pólitķkusa.

Oršiš mannréttindi er einnig eitt af žessum oršum sem mikiš er notaš ķ žjóšmįlaumręšu - klifaš er į - og allt viršist oršin mannréttindi.  Žaš eru mannréttindi aš eignast barn, hvernig sem allt er ķ pottinn bśiš, jafnvel aš eignast barn einn og óstuddur, eša fara ferša sinna, hvernig sem komiš er fyrir fólki.  Meš oršinu mannréttindi hefur hins vegar veriš įtt viš grundvallaratriši sem sérhver einstaklingur į aš njóta óhįš žjóšerni, kynžętti, kyni, trś og skošunum, en žó einkum réttur til žess aš njóta frelsi, öryggi og jafnręši.

Nokkrir stjórnmįlamenn hafa tamiš sér aš nota oršasambandiš „til žess aš žvķ sé haldiš til haga“.  Ekkert er athugavert viš oršasambandiš, en žaš telst klifun - ofnotkun - aš nota oršasambandiš ķ tķma og ótķma.  Žį byrja margir stjórnmįlamenn ręšu sķna į oršunum: „Žaš er alveg ljóst“, enda žótt mįliš sé bęši flókiš, umdeild og óljóst.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband