28.6.2014 | 23:34
Something is rotten in the state of Iceland
Hvers vegna í ósköpunum - svo ég sem gamall sjómaður að austan segi ekki: hvers vegna í andskotanum þarf að vera þessi vafi um heiðarleika íslenskra útgerðarmanna? Sem sonur útgerðarmanns fyrir austan segi ég: Hvers vegna í andskotanum hefur skammaryrðið sægreifi leyst orðið útgerðarmaður af hólmi?
Íslendingar hafa ekki efni á óheiðarlegum útgerðarmönnum - óheiðarlegum sægreifum - sem taldir eru ganga ekki glæpaveg en götuna meðfram honum. For den sags skyld höfum við heldur ekki efni á óheiðarlegum kaupmönnum, óheiðarlegum verktökum, óheiðarlegum dómurum - að ég sem gamall fréttamaður undir stjórn hins heiðarlega Jóns Magnússonar fréttastjóra Fréttastofu Ríkisútvarpsins tali nú ekki um óheiðarlega fréttamenn.
Íslendingar - þessi voðalega þjóð - er aðeins til vegna þess, að í þúsund ár hefur þjóðin búið við fengsælustu fiskimið á Atlantshafi. Ísland er raunar eins konar skuttogari á miðjum fiskimiðum á mörkum Atlantshafs og Norður Íshafs.
Sem málfræðingur leyfi ég mér að nefna, að Íslendingar eiga elsta tungumál í Evrópu og geta af þeim sökum lesið þúsund ára gamlar bókmenntir, sem engir önnur þjóð í Evrópu getur. Þessi ummæli mín eru í augum sumra vafalaust talin þjóðernishroki eða þjóðernisstefna - nationalismus a la Hitler - þótt skoðun okkar sé sú, að allar þjóðir - jafnvel fólks sem játar múslímstrú eða telur sig með öllu trúlaust - eigi rétt á að hrósa sér af menningu og viðhorfum sínum, meðan það gætir þess að virða mannréttindi og jafnrétti allra á öllum sviðum - og ekki að fremja morð. Móses gamli sagði fyrir fimm þúsund árum: Þú skalt ekki morð fremja. Það er í raun boðorð númmer eitt.
Shakespeare, sem að vísu var ekki eins gamall og Móses, lætur Marcellus segja við Hamlet í leikritinu Hamlet Prince of Denmark: Something is rotten in the state of Denmark. Höfundur þessara orða, þ.e.a.s ég - ef mig skyldi kalla - segi við Sigmund Davíð, Ólaf Ragnar og aðra svo kallaða áhrifamenn: Something is rotten in the state of Iceland.
Athugasemdir
Sæll Tryggvi.
Þú ferð nú ekki alveg með söguna rétt.
Rétt er það að Íslendingar hafa búið við hin
gjöfulstu mið í margar aldir. Hins vegar má
ekki gleyma bændasamfélaginu sem réði
hér ríkjum fram á miðja 19 öld.
Það samfélag stóð gegn allri framvindu í útgerð
og sjóskap, og tilgreindu m.a. hversu marga
öngla og marga metra af línum menn máttu
hafa til veiða.
Sú stefna, kostaði Íslendinga mörg ár ef ekki
tugi, vegna þessa, í framförum og bættum
aðbúnaði fyrir þá sem minnst máttu sín.
Þannig í raun má segja, að almennigur í þessu
landi, hefur alltaf þurft að berjast fyrir því
að hafa í sig og á vegna fólks sem vill
stjórna því hvernig auður skiptist.
Sem betur fer, hef ég kynnst mönnum eins
og pabba þínum, þar sem þeir vildu veg
allra sem bestan og sérstaklega síns
byggðarlags.
Þeir eru fáir, en ennþá til.
Því miður býður kerfið ekki uppá neitt annað
niðurbrot, eyðileggingu byggðarlaga og
eignafærslu á kvóta til örfárra manna.
Þetta er ekki draumsýn þeirra frumkvöðla
í útgerð, að svo myndi fara.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 29.6.2014 kl. 00:47
Það voru samt, Sigurður, þeir stóreignamenn sem áttu jarðir við sjávarsíðuna, sem einna mest högnuðust, eftir að útflutningur hófst á sjávarafurðum (lýsi, skreið o.fl.) á 14. öld eða svo, auk útflutnings landbúnaðarafurða. "Ríku" mennirnir á 15. öld voru flestir ríkir af útvegi sínum, menn eins og Guðmundur ríki á Reykhólum og Björn ríki, riddarinn á Skarði.
En þetta var tímabær vörn hjá þér, Tryggvi, fyrir íslenzka útgerðarmenn. Og ég þekki gildi þeirra m.a. af sama góða staðnum og þú.
Jón Valur Jensson, 29.6.2014 kl. 03:06
Sæll Tryggvi og þakka góða grein.
Gæti ekki skýring þessa legið í því hversu langt frá raunveruleikanum stór hluti þjóðarinnar er kominn? Þessi skammaryrði eiga ekki bara við útgerðamenn, heldur alla þá sem standa í verðmætasköpun fyrir þjóðin, sjá um að afla henni tekna og matar. Þar hefur bændastéttin fengið sinn skammt.
Á mínu unglingsárum þekktist ekki annað en unglingar væru í vinnu. Svokallaðir vinnuskólar voru ekki til. Annað hvort fóru unglingar í vinnu við fisk eða í sveit. Þeir heppnu komust á sjó.
Þarna var ekki unga fólkinu bara kennt að vinna, heldur blandaðist blóði þess sú þekking hvernig verðmæti verða til.
Nokkuð er síðan það þótti púkó að vinna í fiski og fiskvinnslufyrirtækin þurftu í auknum mæli að manna sig með erlendu vinnuafli, jafnvel meðan atvinnuleysið var sem mest, fyrst eftir bankahrunið, fóru fólk frekar á atvinnuleysisbætur en vinnu í fisk. Að unglingar fari í sveit er nánast orðið óþekkt.
Flestir unglingar ganga um og mæla göturnar, allt fram yfir tvítugt. Þeir sem eru svo heppnir að fá vinnu í "vinnuskólum" sveitarfélaga, læra það hellst að liggja og baka sig í sólinni, með snjallsíma í hönd.
Það er þarf því kannski engann að undra þó sú kynslóð sem nú er að taka við landinu telji þann sem aflar þjóðinn gjaldeyris, einhverskonar "greifa", af því hann hagnast sjálfur á þeirri vinnu sinni fyrir þjóðina. Það þarf heldur engann að undra að sú kynslóð sem nú er að taka við landinu okkar telji bændur vera afætur á þjóðinni, enda verður kjötið til í kæliborðum verslanna og mjólkin kemur í fernum, að þess mati.
Og virðing Alþingis miðast við málflutning þeirra sem þar sitja. Sumir sem þangað hafa verið kosnir virðast fylla þennan hóp landsmanna sem ekki gerir sér grein fyrir hvernig verðmætasköpun verður til og enn síður hversu hollur heimafenginn baggi er!!
Um fréttaflutning stæðstu fréttastöðvanna er það eitt að segja að hann hefur grynnkað verulega frá þeim tíma er þú fluttir okkur fréttir gegnum Ríkisútvarpið.
Gunnar Heiðarsson, 29.6.2014 kl. 07:46
Athyglisverður pistill og ég tek undir með Gunnari. Mætti bæta fáeinum fúkaryrðum við en það er örugglega auðveldara að láta þau flakka en að hugsa þau með sjálfum sér.
Fjölmiðlarnir eru síðan utan hefðbundinna þjófabálka, þannig er nú það. Eina sem ræpir þar er hvað löggan gerði í gær og hvað pólitíkin er að emja, hér heima og utan.
Þessa dagan er jú veðrið á höfuðborgarsvæðinu aðal umræðuefnið. Það er hvergi annarstaðar veður...
Sindri Karl Sigurðsson, 29.6.2014 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.