28.3.2015 | 00:31
Traust
Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að benda á allt það sem aflaga fer, enda verða margir til þess. Hitt gleymist að benda á það sem er vel gert á þessu voðalega landi - Íslandi.
En hvort heldur við klifum á því sem aflaga fer eða reynum að benda á það sem vel er gert, eigum við að reyna að skapa traust: meðal vina, á vinnustað, innan fjölskyldunnar - og í flokknum okkar, hver sem hann annars kann að vera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er sammála þér. Ég hef tekið eftir að þegar ég t.d. blogga eða geri annað skriflegt, að þá er það oft til að kvarta undan einhverju eða gagnrýna eitthvað. En ég geri ráð fyrir að þú ætlir að blogga sjálfur og benda á eitthvað jákvætt.
Ég ætla að verða fyrst til að svara bloggfærslu þinni og tjá mig um eitthvað jákvætt. Hér kemur fyrstaq færslan:
1. Að mínu mati eru Akureyringar tillitssamari í umferðinni gagnvart gangandi vegfarendum en Reykvíkingar. Var stödd á Akureyri í desember og febrúar s.l. Akureyringar gera í því að stöðva bíla sína við gangbrautir. Og mín tilfinning er sú að þeir séu kurteisari að þessu leyti en Reykvíkingar. Ræddi um þetta á öðrum spjallþræði, og þar var kona nokkur ekki sammála mér. Ég sagði henni að kannski væri ég orðin svo gömul, þannig að Akyreyringar stoppuðu fyrir mér. En það ber að sama brunni: þó að maður sé að komast á aldur, þá virðist það ekki virka á bílstjóra í Reykjavík. Enda er streitan þar örugglega meiri en fyrir norðan. - Setti þennan lið inn fyrst, þar sem bloggarinn segist vera Akyreyringur!!
Ingibjörg Magnúsdóttir, 28.3.2015 kl. 23:34
Við erum sammála um að miilsvert sé að vera jákvæður, Ingibjörg. Það stuðlar að trausti sem þarf að auka í samfélaginu.
Tryggvi Gíslason, 29.3.2015 kl. 09:48
Það er rétt athugað hjá þér.
Heimasíða RÚV mætti t.d.vera duglegri við að flytja fólki VON
og góðar fréttir.
=Sýna lausnir frekar en að flagga ógæfu og furðufuglum alla daga:
http://www.ruv.is/
Jón Þórhallsson, 29.3.2015 kl. 09:58
Sannarlega, Jón Þórhallsson.
Tryggvi Gíslason, 29.3.2015 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.