Listin að deyja

Í gær sótti ég rástefnuna LISTIN AÐ DEYJA í Háskóla Íslands. Dauðinn hefur lengi verið tabú á Íslandi og mörg virðumst við halda við séu ódauðleg - það eru bara aðrir sem deyja.

Ráðstefna var fróðleg - og tímabær. Aðalerindi flutti breskur sálfræðiprófessor, Peter Fenwick, sem kannað hefur viðbrögð fólks sem liggur fyrir dauðanum. Nefndi hann erindið “The importance of end of life experience - for living and dying”

Tvennt er efst í huga mér eftir ráðstefnuna: að dauðinn er hluti af lífinu og að samtal milli fólks leysir margan vanda og léttir marga þraut.

Að ráðstefnunni stóðu Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Háskóli Íslands, Hollvinasamtök líknarþjónustu, Krabbameinsfélagið, Landspítali, Lífið - samtök um líknarmeðferð, Læknafélag Íslands, Ný dögun - samtök um sorg og sorgarviðburði, og Þjóðkirkjan. Um 400 mann sóttu ráðstefnuna sem vonandi er upphaf að öðrum og meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband