27.4.2015 | 12:52
Sumardagurinn fyrsti er ekki fyrsti sumardagur á Íslandi hinu kalda
Fréttastofa RÚV klifar á því dag eftir dag að þótt komið sé sumar sé enn vetrarveður á Íslandi. Mikill misskilningu liggur að baki þessum orðum. Að vísu hefur almanaksárinu frá fornu fari verið skipt upp í tvö misseri, vetur og sumar, og fyrsti dagur sumarmisseris lengi af talinn fyrsti fimmtudagur eftir 8. apríl, en með nýja stíl árið 1700 var fyrsti dagur sumarmisseris talinn fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl.
Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur fyrsti dagur sumarmisseris hins forna misseristals lengi verið talinn 14. apríl. Hins vegar skilgreina frændur okkar fyrsta sumardag þann dag þegar hitinn hefur náð 10°C fimm daga í röð.
Það ætti því engan að undra að enn sé vetrarveður á Íslandi þótt að fornu misseristali sé komið sumar. En sumarið kemur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.