9.5.2015 | 10:42
KAUPMANNAHAFNARBÓKIN - Borgin viđ Sundiđ
KAUPMANNAHAFNARBÓKIN Borgin viđ Sundiđ, sem út kom fyrir hálfum öđrum áratug og er löngu uppseld, kemur út í haust endurskođuđ. Einn kafli bókarinnar er KAUPMANNAHAFNARORĐABÓKIN.
Ţar er sagt frá persónum, sem hafa sett svip sinn á borgina, og kennileitum, strćtum, torgum og sögufrćgum byggingum fyrr og nú. Ein af sögufrćgum byggingum sem frá er sagt í bókinni er Bláturn, Blĺtĺrn, sem var hluti af gömlu konungshöllinni á Hallarhólma ţar sem áđur var borg Absalons biskups og stóđ Bláturn ţar sem nú er líkneskiđ af Friđriki VII [1808-1863] framan viđ Kristjánsborgarhöll. Í turninum var fangelsi sem ţeir menn gistu sem brotiđ höfđu gegn konungi. Turnsins er fyrst getiđ áriđ 1494 er Hans konungur I [1455-1513] lét varpa rentuskrifara sínum í Bláturn. Síđan áttu margir kunnir Danir eftir ađ gista Bláturn allt til ţess hann var rifinn 1731.
Tignasti fangi sem gisti Bláturn var Leonore Christine [1621-1698], eftirlćtisdóttir Kristjáns konungs IV [1577-1648] sem sat í Bláturni frá ţví í ágúst 1663 ţar til í maí 1685, tćp 22 ár, vegna landráđa eiginmanns síns Corfitz Ulfeldt [1606-1664], eins sérkennilegasta manns í sögu Danmerkur, sem gengiđ hafđi í liđ međ erkifjendum Dana - Svíum. Sat hún í klefa á fjórđu hćđ og var hann sex sinnum sjö skref - um 30 m2 ađ flatarmáli. Ţar skrifađi Leonore Christine ćviminningar sínar Jammersminde, sem taliđ er eitt merkasta ritverk á danska tungu á 17du öld. Verkiđ var ţó ekki gefiđ út í Danmörku fyrr en 1869 og kom út í íslenskri ţýđingu Björns Th. Björnssonar áriđ 1986 undir heitinu Harmaminning.
Vitađ er um nokkra Íslendinga sem gistu Bláturn. Jón Ólafsson Indíafari [1593-1679] gisti turninn í tvígang en fékk ekki bústađ á viđ ţann sem Leonore Christine hafđi. Lýsir hann seinni komu sinni ţannig í ćvisögu sinni:
Turnvaktarinn Níels međ stórri nauđgan og grátandi tárum lét mig ofan síga í Bláturn í mjóum línustreng. Var svo til háttađ ţar niđri ađ ţar var eitt fjalagólf eđur sem einn mikill pallur, en umkring fordjúp rćsi, sem ofan liggja í vatnsgröf ţá sem slotiđ umhverfis liggur. En ţessi Bláturn er skaptur sem egg innan svo öllum mönnum ţađan er ómögulegt ađ komast, en ţó ţrír menn hafi ţađan sloppiđ, hvađ skeđ hafđi fyrir djöfulsins međöl.
Annar Íslendingur gisti Bláturn einn vetur og sat ţá uppi í turninum. Var ţađ Guđmundur Andrésson [1615-1654], ćttađur frá Bjargi í Miđfirđi. Guđmundur hafđi veriđ viđ nám í Hólaskóla en vikiđ úr skóla vegna kveđskapar síns. Hann varđ ţó djákni á Reynistađ en misst hempuna vegna barneignarbrots. Samdi hann rit á latínu gegn Stóradómi, Discursus polemicus. Ţar hélt hann ţví fram ađ fleirkvćni vćri hvergi bannađ í Biblíunni og vćri guđs orđ ćđra lögum Danakonungs. Harkaleg ákvćđi Stóridóms brytu ţví gegn Biblíunni. Sjálfur sagđist hann engan áhuga hafa á fleirkvćni. Hann hefđi nóg međ ađ gagnast einni konu. Henrik Bjćlke, höfuđsmađur konungs, lét handtaka Guđmund á Kaldadal 1649 og flutti hann til Kaupmannahafnar. Var Guđmundur lokađur inni í Bláturni en vann sér ţađ til frćgđar um veturinn ađ hrapa niđur úr turninum ţegar hann var ađ skyggnast út um vindaugađ eftir gangi stjarna og himintungla. Komst hann inn í konungshöllina, sem var áföst turninum, og heilsađi upp á kóngafólkiđ, sem brá í brún. Var Guđmundi komiđ aftur fyrir á sínum stađ. Um voriđ var Guđmundur Andrésson sýknađur af öllum ákćrum en var bannađ ađ hverfa aftur til Íslands. Innritađist hann um haustiđ í Kaupmannahafnarháskóla og lagđi stund á fornfrćđi. Ţýddi hann Völuspá og Hávamál á latínu fyrir kennara sinn Ole Worm [1588-1654] og samdi íslensk-latneska orđabók, Lexicon Islandicum, sem út kom ađ honum látnum 1683 og aftur áriđ 1990. Guđmundur lést úr pestinni áriđ 1654.
Af gömlum lýsingum, málverkum og teikningum er nokkurn veginn vitađ hvernig Bláturn leit út sem hluti af gömlu konungshöllinni á Hallarhólmanum og gnćfđi yfir inngangi hallarinnar. Um 1600 var turninn endurgerđur og sett á hann sveigţak međ turnspíru og bogagangi, karnap. Gamla konungshöllin og Bláturn voru rifin 1731 til ađ rýma fyrir annarri höll, Kristjánsborgarhöll hinni fyrstu.
Athugasemdir
Eru margar viđbćtur í nýju útgáfunni? Líklegast verđur ađ segja frá ţví ađ "Mjóni" er orđinn ađ McDonalds. Sjá: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1731057/
FORNLEIFUR, 10.5.2015 kl. 06:18
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.