23.6.2015 | 13:29
"Fjölgun aldraðra áhyggjuefni"
Í Fréttablaðinu í dag er fyrirsögn á forsíðu sem hljóðar þannig í drottins nafni: Fjölgun aldraðra áhyggjuefni. Í fréttinni er að vísu talað um að fjölgun aldraðra í Garðabæ sé áhyggjuefni, en þessi orð vöktu einkennilegar kenndir hjá mér, öldruðum manninum.
Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri á Selfossi, sagði lengi að það ætti að drepa alla kalla og kellingar sem yrðu sextug. Svo varð hann sextugur sjálfur hinn 7. janúar 1957 og hélt hann upp á það með glæsibrag, eins og hans var von og vísa. Daginn eftir sagði hann við flokksbróður sinn og vin að það ætti að drepa alla kalla og kellingar sem yrðu sjötug. Egill Thorarensen lifði það ekki að verða sjötugur en dó í janúar 1961, aðeins sextíu og fjögurra ára gamall. Annars hefði hann sagt sjötugur: Það ætti að drepa alla kalla og kellingar sem verða sjötug.
Hins vegar sagði Oscar Wilde á sínum tíma: Nú á dögum getur maður lifað allt af nema dauðann. Þannig er það enn og dauðinn er í raun hluti af lífinu og ef við viljum ekki drepa alla kalla og kellingar - eða láta gamalt fólk ganga fyrir ætternisstapa, eins og gert var í miðölum, verðum við að búa sæmilega að öldruðu fólki sem skilað hefur löngu dagsverki og gert Íslands að því góða landi sem það er - burtséð frá Alþingi.
Athugasemdir
Okkar gamla, ágæta fólk er ekki vandamálið, enda er það tilfinningalegur, vitsmuna- og menningarlegur fjársjóður þjóðar.
Vandamálið er þvert á móti fólgið í þessu:
Lág fæðingartíðni verður Akkilesarhæll Vesturlanda á næstu áratugum
Jón Valur Jensson, 23.6.2015 kl. 17:26
Margir virðsta líta á aldraða sem afætur í þjóðfélaginu af því að vinnuþrek þeirra er kannski ekki eins mikið almennt og hjá fólki í blóma lífsins.
En auk þess eru aldraðir hraktir út af vinnumarkaðnum í stórum stil.
Næst sjáum við kannski fyrirsögnina: Fjölgun fæðinga er vandamál. Því að hjá hinum nýfæddu eru framundan að meðaltali fleiri ár en hjá öldruðum þar sem líta megi á börn sem afætur á þjóðfélaginu af því að þau leggja ekki til neitt vinnuframlag sem skilar peningum samstundis.
Hinir yngstu og hin elstu eru litnir hornauga af fólki, sem hefur sökkt sér niður í efnishyggju sem víkur í burtu öll þvi sem ekki er hægt að taka upp úr launaumslagi.
Ómar Ragnarsson, 23.6.2015 kl. 18:05
Vandamálið er að það fæðast allt of margir. Þeir þurfa jú allir sitt að bíta og brenna á lífsleiðinni og verða vonandi að lokum aldraðir.
Hörður Þórðarson, 23.6.2015 kl. 20:46
Það fæðast ALLT OF FÁIR, Hörður, það er vandamálið!
Ennþá stærra vandamál er fósturdrápsstefnan -- glæpsamleg.
Jón Valur Jensson, 24.6.2015 kl. 01:07
Er sammála síðuhöfundi um að fyrirsögnin sé ógnvekjandi. Nánast eins og eldra fólk sé framtíðarvandi og "unga fallega fókinu" til ama. Raunin er sennilega hins vegar sú, að íslenskir "fréttamenn" tala varla orðið málið, hvað þá að þeir geti komið frá sér efninu, umfram amen.
Halldór Egill Guðnason, 24.6.2015 kl. 02:49
Ef jörðin væri ótakmörkuð hefðir þú eitthvað til þíns máls, Jón. Hún er það ekki og eyðileggin sem mannskeppnan hefur nú þegar valdið or sorglegri en tárum taki. Viðhorf þitt er ábyrgarðlaust og skammsýnt.
"
The Holocene extinction
Earth
Is Earth in the midst of a sixth extinction? Yes, says a study published in Science Advances.
By conservative estimates, researchers determined that in the last century, species have died out 100 times more quickly than would be expected under normal geological conditions. Co-author Paul Ehrlich says that if the extinction continues, “our species itself would likely disappear early on.”
That would be appropriate, since this extinction is being caused entirely by human activity — factory farming of animals and the crops needed to feed them, carbon emissions, and the logging of forests.
The study says a turnaround is possible — but adds that “the window of opportunity is rapidly closing.”"
http://digg.com/2015/the-sixth-mass-extinction
Hörður Þórðarson, 24.6.2015 kl. 21:10
Óttalegt rugl er þetta, Hörður, maður tekur ekkert mark á þessu, hver sem segir það. Og það er nógur matur til fyrir allt mannkynið, engin þjóð að deyja út vegna hungursneyðar. Og Evrópumenn vantar miklu fleiri börn -- börn annarra leysa ekki vandann.
Jón Valur Jensson, 25.6.2015 kl. 03:13
Ég var ekki að tala um mat fyrir mannkynið, Jón. Ég var að tala um mat og svæði fyrir villt dýr. Ég var að tala um eyðilegginguna sem mannskeppnan hefur nú þegar valdið.
Ef þú vilt lifa í heimi þar sem búa 20 milljarðar manna, villtum dýrum hefur að mestu verið útrýmt, allt land nothæft til ræktunar er notað, allir lifa hver ofan í öðrum og borða það sem nú er gefið skepnum, þá væri það vel hægt. Það væri á margan hátt ömurlegt en samt mögulegt. Ég fæ bara ekki séð hvers vegna við ættum að vilja búa í svoleiðis heimi. Hvar á að draga mörkin? 10 milljarðar? 20? 40? 80? 160? Hvar eru mörkin, og hvað er unnið við það að hafa 100 milljarða í stað 10?
Evrópumenn vantar enginn börn. Þessi börn verða jú einhvern tíma gömul líka. Hvað gerist ef þú ert að velta steini upp brekku og steinninn þýngist stöðugt? Biður þú þá um að meira farg sé lagt á steininn. Ert þú svo vitlaus að þú haldir svo lengi áfram að þýngja hann, þamgað til þú ræður ekki við hann og hann rúllar aftur á bak og kremur þig?
Þú ert á þeim aldri þar sem þessi frasi sem þú ferð með, að það vanti börn, þjónar þínum hagsmunum. Þessi börn eiga að þjóna þínum þörfum, og þer er greinilega alveg skít sama um þann heim sem þau og þeirra börn eiga að erfa, enda verður þú sennilega ekki ofan jarðar til að sjá það. Skammastu þín.
Hörður Þórðarson, 25.6.2015 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.