Myndin af Jónasi Hallgrímssyni

Höfuđ Jónasar í gulu

Dagur íslenskrar tungu er tengdur nafni Jónasar Hallgrímssonar, listaskáldsins góđa, fyrsta nútímaskálds Íslendinga sem fann fegurđ íslenskrar náttúru og sameinađi íslenska ljóđhefđ og erlenda kveđskaparlist.

 

Jónas Hallgrímsson dó 26. maí 1845 á Friđriksspítala í Kaupmannahöfn. Áriđ eftir birtist í Nýjum félagsritum kvćđi, níu erindi undir ferskeyttum hćtti, eftir Grím Thomsen frá Bessastöđum á Álftanesi. Kvćđiđ nefndi Grímur einfaldlega Jónas Hallgrímsson. Tvö lokaerindi kvćđisins hljóđa ţannig: 

 

 

 

 

 

 

Íslands varstu óskabarn,

úr ţess fađmi tekinn,

og út á lífsins eyđihjarn

örlagasvipum rekinn. 

 

Langt frá ţinni feđra fold,

fóstru ţinna ljóđa,

ertu nú lagđur lágt í mold,

listaskáldiđ góđa.

Taliđ var ađ engin mynd hefđi veriđ gerđ af Jónasi Hallgrímssyni í lifanda lífi. Sú mynd sem notast er viđ, er vangamynd sem birtist framan viđ Ljóđmćli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson sem Hiđ íslenska bókmenntafélag gaf út í Kaupmannahöfn 1883. Myndin er steinprent gerđ af ónefndum starfsmanni í prentverki Hoffensberg & Traps Etablissement, ţar sem ljóđmćlin voru prentuđ.

Steinprentiđ er hins vegar gert eftir ljósmynd af teikningu sem Sigurđur málari dró upp áriđ 1860 og varđveitt er í Ljósmyndasafni Íslands. Myndina gerđi Sigurđur eftir blýantsteikningu, vangamynd, sem séra Helgi Sigurđsson á Melum i Melasveit dró upp af Jónasi ţar sem hann lá á líkbörum á Friđriksspítala í maí 1845.

Frá blýantsteikningu séra Helga til steinprentsins frá árinu 1883 er ţví löng leiđ og milliliđir tveir: teikning Sigurđar málara og ljósmynd af ţeirri teikningu. Ţess er ţví varla ađ vćnta ađ myndin, sem viđ höfum fyrir augunum, sé lík manninum Jónasi Hallgrímsyni eins og hann var í lifanda lífi, enda sögđu frćndur hans í Eyjafirđi steinprentiđ framan viđ ljóđmćlin 1883 minna lítiđ á hann og „veriđ á móti myndinni”.

En til er önnur teikning eftir séra Helga af Jónasi sem gerđ er međ myndvarpa ţess tíma, Camera lucida sem notuđ var sem ljósmyndavél, enda séra Helgi fyrsti menntađi ljósmyndari Íslendinga. Myndin er sennilega gerđ daginn áđur en Jónas lést og ljóst ađ hún ber svipmót lifandi manns - er af lifandi manni.

Ţađ er ţví kominn tími til á 170. ártíđ Jónasar Hallgrímssonar ađ fariđ sé ađ nota myndina sem gerđ var af honum lifandi til ţess ađ sýna ađ hann lifir enn.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband