23.6.2016 | 23:07
Stórkarlalegt valdaembætti, öld jafnréttis - öld kvenna
Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við stjórnmáladeild Háskóla Íslands, sagði á ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag, að í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar hefði embætti forseta Íslands orðið stjórnkarlalegt valdaembætti. Þetta eru eftirtektarverð og lærdómsrík orð.
Ekki er síður eftirtektarvert og lærdómsríkt, að undanfarin ár tala konur í opinberum embættum og á opinberum embættum með allt öðrum en stórkarlar í valdaembættum um ágreiningsmál í stjórnmálum og viðskiptum. Sem dæmi er Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sem talar þannig, að almenningur - við sauðsvartur almúginn - skiljum um hvað er verið að tala og við hvað er átt - ólíkt fyrrverandi utanríkisráðherra. Annað dæmi er Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sem talar þannig, að ekki verður um villst, skýr í tali sínu og skýr í skoðunum.
Kaflaskil eru því að verða í stjórnmálum á Íslandi. Ungt og betur menntað fólk gerir kröfu um annars konar umræðu en í tíð stjórnkarlalegra atvinnustjórnmálamanna eins og stórkarlanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Davíðs Oddssonar Það eru því að verða kaflaskil í stjórnmálum á Íslandi á öld skýlausrar kröfu um jafnrétti á öllum sviðum og fyrir alla - á öld kvenna sem hafa alið upp og kennt kynslóðunum í þúsundir ára. Konur í foruystu.
Athugasemdir
Mikið er það nú ánægjulegt Tryggvi að sjá hér skrifað um forsetakosningarnar, sem mér finnst eiga að vera ánægjulegur viðburður þar sem fólk velur þann fremsta meðal jafningja, án þess að menga þær með þrasi um Icesave, Þorskastríðið og Evrópusambandið, brigslandi mönnum um allskyns fjarstæðu. Þú mættir að ósekju blogga meira.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.6.2016 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.