Tónlist og stjórnmál

Í gærkvöldi hlustaði ég á Stockholms Symfoniorkester flytja eftirlætistónverk mitt -fullkomnasta tónverk sögunnar - sjöttu sinfóníu Ludwigs van Beethovens, Pastoralsinfóníuna, sveitasinfóníuna, sem samin er 1808 og flumflutt í Vínarborg 22. desember 1808.

Meðan ég hlustaði á þetta fullkomnasta tónverk sögunnar, fór ég að hugsa um ferilinn: snilli tónskáldsins, menntun og hæfileika hljóðfæraleikaranna, fjölbreytileika hljóðfæranna, þessara frábæru smíðisgripa, elju og áhuga flytjenda og hrifningu áheyrenda.

Allt í einu fór ég í huganum að bera saman tónlist og stjórnmál heimsins - í víðasta skilnigi, sem einkennast af svikum, undirferli, sýndarmennsku - og á eftir öllu rekur auðvaldið sem hefur það eitt takmark að auka arð af kapítalinu, eignast peninga, fela og stela, og þetta hefur leitt til, misréttis og yfirgangs og skelfinga sem engin orð fá lýst - en flestir þekkja.

Þótt mér sé vel ljóst að fátækleg orð eins og þessi orð hafi lítil áhrif, þá vekja þau vonandi til umhugsunar um, hvað það er sem gerir líf okkar þess virði að því sé lifað. Það eru ekki peningar því síður undirferli og svik, heldur vinátta, kærleikur og fegurð og list.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband