18.2.2009 | 15:58
Gildi stjórnlagaþings
Ýmsir spyrja hvaða gildi stjórnlagaþing hafi, hvers vegnaþörf sé á því nú og hvort menn hafi ekki annað þarfara að gera á þessumviðsjárverðu tímum en halda slíkt þing. Að sjálfsögðu þarf að gera sér grein fyrir hver árangur yrði afstjórnlagaþingi nú, þegar þjóðin er í upplausn og óvissa ríkir í fjármálum ogatvinnumálum, tugþúsundir heimila eru á barmi gjaldþrots.
Sundrung íþjóðfélaginu
Sundrung í þjóðfélaginu, tortryggni, reiði og vonleysi ogfrumstæð umræða á Alþingi, í blöðum og fjölmiðlum gæti torveldað að árangur af slíkustjórnlagaþingi. Sundurlyndi stjórnmálaflokkanna, sem oft jaðrar viðfyrirlitningu svo ég segi ekki hatur, gæti einnig tafið endurbætur ástjórnkerfi landsins auk þess sem stjórnmálaflokkarnir eru sjálfum sérsundurþykkir og sumir jafnvel lamaðir af innbyrðis átökum.
Samfélagssáttmáli
Gildi stjórnlagaþings nú felst í því að sameina þjóðina,lægja öldur, vekja von og auka traust á Alþingi, stjórnmálaflokkum ogstjórnmálamönnum. Ný stjórnarskrá gæti orðið samfélagssáttmáli, ef rétt er að málum staðið.
Eftir efnahags- og atvinnuhrun síðustu mánaða, sem á sérenga hliðstæðu í 65 ára sögu lýðveldisins, hefur komið í ljós spilling og siðleysií efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar svo og í stjórnmálum landsins, spillingsem á sér enga hliðstæðu með nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum.
Vegna þessarar spillingar hefur orðið viðhorfsbreyting íþjóðfélaginu. Gamla Ísland er ekki til, Ísland er ekki sama Ísland og það varfyrir 6. október 2008, þegar neyðarlögin voru sett og eftir að saklaust fólkhefur orðið fyrir tjóni, sem það átti enga sök á en verður að bera byrðarnaraf. Svikamylla í viðskiptalífi, blekking, þekkingarleysi, ágirnd og aurasafnnýríkra auðmanna hefur breytt sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar og ímynd hennarút á við.
Nýtt lýðveldi
Önnur ástæða fyrir stjórnlagaþingi nú, er að Alþingi,löggjafarvaldið, og ríkisstjórn, framkvæmdavaldið, eiga ekki að setja sérstarfsreglur frekar en dómstólarnir, dómsvaldið. Nú - í upphafi 21. aldar ereðlilegt að sérstakt stjórnlagaþing setji löggjafarvaldi og framkvæmdavaldinýja stjórnarskrá sem almenningur fær að greiða atkvæði um.
Lýðræði er hugsun
Til þess að árangur náist af starfi stjórnlagaþings og afnýrri stjórnarskrá í nýju lýðveldi þurfa allir að gera sér ljóst að lýðræði erekki aðeins form heldur einnig og ef til vill einkum hugsun, lífsafstaða.
Undirstaða lýðræðislegrar hugsunar er fordómalaus þekking,réttar upplýsingar, frjálsir fjölmiðlar, heiðarlegir, hlutlægir og menntaðirblaða- og fréttamenn, frjálsir fjölmiðlar, málefnaleg, hlutlæg umræða - og aðlokum byggist lýðræðisleg afstaða á því að virða mannréttindi og jafnrétti allsstaðar og á öllum sviðum.
Úrelt stjórnarskrá
Núverandi stjórnarskrá er gömul og úrelt og um hana er ekkisamstaða. Af þeim sökum þurfa Íslendingarnýja stjórnarskrá og nýtt lýðveldi nýtt Ísland. Ekki er lengur unnt að notast við danska stjórnarskrá frá1849, sem Kristján konungur IX, afi Evrópu, staðfesti sem stjórnarskrá fyrirÍsland 5. janúar 1874.
Á þetta hafa margir bent. Nú síðast hefur Björg Thorarensenprófessor látið hafa eftir sér aðstjórnlagaþing sé vænlegasta leiðin út úr þeirri stöðnun sem hefur verið íþróun íslensku stjórnarskrárinnar, á stjórnlagaþingi sé hægt að ná sátt umgrunnreglur þjóðfélagsins. Núverandi stjórnarskrá sé bæði óskýr og ógagnsæ ogþar skorti skýrar verklagsreglur milli framkvæmdavalds og þings og ákvæði umáhrif alþjóðasamfélagsins á íslenskt samfélag af því að utanríkismál séu miklustærri þáttur nú en þegar stjórnarskráin var samþykkt 1944. Skýrara er naumast unnt að orða þetta.
Traust stjórnlagaþing
Eiríkur Tómasson prófessor telur einnig brýnt að kosið verðisérstakt stjórnlagaþing, óháð Alþingi og þar með óháð stjórnmálaflokkunum. Núsé lag til þess að breyta til og ýta hinni aldagömlu og úr sér gengnustjórnskipan okkar Íslendinga til hliðar.
Eiríkur Tómasson vill hins vegar að kosið verði tilstjórnlagaþings jafnhliða alþingiskonsingum 25. apríl n.k. og telur annarshættu á að með pólitískri samtryggingu flokkanna myndi enn einu sinni takastað koma í veg fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar af því aðfólk sé svo fljótt að gleyma. Með því aðkjósa til stjórnlagaþings um leið og kosið er til Alþingis verði flokkarnir ofuppteknir við að tryggja völd sín og áhrif á Alþingi til þess að þeir hefðutíma aflögðu til að sinna kosningum til stjórnlagaþings, segir EiríkurTómasson
Hastverk er lastverk
Í þessum orðum Eiríks Tómassonar felast einmitt rökin fyrirþví að efna til kosninga til stjórnlagaþings á öðrum tíma en til Alþingis. Ífyrsta lagi á ekki að lauma kosningum til stjórnlagaþings inn í kosningar tilAlþingis. Stjórnmálaflokkarnir eigaað fá tækifæri til þess að taka heiðarlega þátt í undirbúningi stjórnlagaþingsins.Með því að láta annað í ljós er verið að sýna þeim lítilsvirðingu.
Kosningar til stjórnlagaþings á að gera veglegar gera þærað þjóðhátíð, kjósa 17. júní 2009 á 65. ára afmælis lýðveldisins og kallaþingið saman á fullveldisdaginn 1. desember 2009.
Þyngst vegur þó, að ógerningur er að undirbúa kosningar tilstjórnlagaþings fram til 25. apríl. Núverandi bráðabirgðastjórn er að slökkvaelda, bjarga því sem bjargað verður. Þing og þjóð hafa ekki þrótt til þess aðsinna öðru fram yfir alþingiskosningar - og hastverker lastverk.
Pólitískt sjálfsmorð
Enginn stjórnmálaflokkur dirfist að koma í veg fyrir aðkosið verði til stjórnlagaþings nú eftir það sem á undan er gengið. Slíkt væri pólitískt sjálfsmorð og almenningurgleymir ekki atburðum síðustu mánaða meðan reykinn leggur enn af rústum gamlasamfélagsins. Margt á auk þesseftir að koma í ljós fram að kosningum 25. apríl n.k. - sumt ógeðfellt - enallt mun það ýta undir kröfu almennings um stjórnlagaþing, nýja stjórnarskrá ognýtt lýðveldi, nýtt Ísland.
Athugasemdir
Góð grein og ég held þú hafir mögulega rétt fyrir þér í sambandi við að blanda ekki saman kjöri til stjórnlagaþings og Alþingis - ég er ekki sjálf alveg sannfærð um að það gæfi besta raun þó ég sé nánast sammála öllu sem Eiríkur segir í greininni sem um ræðir.
Valan, 19.2.2009 kl. 03:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.