Pólitík - um hvað snúast stjórnmál?

Mikið er talað um pólitík. Sagt er að eitt og annað sé pólitískt - ákvörðun eða afstaða fólks sé pólitísk.

Eins og menn þekkja, er íslenska orðið stjórnmál notað um það sem á flestum öðrum tungumálum er kallað pólitík, e politics, d politik.

Ekki ætla ég að rekja upprunalega merkingu orðsins pólitík. Orðið er dregið af gríska orðinu polis, sem merkir borgríki. Kemur sú merking í raun lítið við merkingu orðsins stjórnmál eða pólitík í daglegu tali og pólitískum átökum samtímans.

Til þess að gera langa sögu stutta snýst pólitík fyrst og síðast um hagsmuni. Pólitísk barátta er hagsmunabarátta og þegar talað er um að eitthvað sé pólitískt, er um það að ræða, að ólíkir hagsmunir rekist á.

Mikilsvert er því að stjórnmálamenn, pólitíkusar, taki tillit til hagsmuna sem flestra, þegar þeir taka afstöðu. Stjórnmálamenn - svo sem alþingismenn - eiga því ekki aðeins að fara eftir samvisku sinni, þótt hún kunni að vera góð, heldur einkum eftir dómgreind sinni og þá eiga þeir hinir sömu stjórnmálamenn, alþingismenn og ráðherrar, að líta á hagsmuni sem flestra.

Í því að taka tillit til hagsmuna sem flestra, felst réttlæti, sem er meginþáttur lýðræðis, sem er annað stórt orð og mikið (mis)notað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband