Íslendingar - íslensk tunga

Á degi íslenskrar tungu á því herrans ári 2009, árið eftir hrunið mikla, degi eftir "þjóðþing Íslendinga", er ástæða til þess að huga að því, hvað gerir þessa undarlegu, sundruðu og sundurleitu þjóð að Íslendingum.

Það er ekki vonin um réttlæti og heiðarleika, ekki þrá eftir ást, heldur ekki landið sem við byggjum og alls ekki sagan í þúsund ár, því að von um réttlæti og heiðarleika, þrá eftir ást og umhyggju - og land, sem fylgir fólki alla ævi, er sameign allra - jafnvel þeirra sem eiga sér enga sögu. 

Það sem gerir okkur að Íslendingum er tungumálið sem við tölum - íslensk tunga - þetta undarlega, ævaforna mál sem geymir minningar í þúsund ár, geymir trú og vonir, heift og ást, örlög og refsidóma - "ástkæra ylhýra málið" sem Jónas nefndi svo fagurlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Mæl þú manna heilastur: „Tungan geymir í tímans straumi, trú og vonir ..."

Eiður Svanberg Guðnason, 15.11.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég hef nú á tilfinningunni að sumir okkar íslendinga hafi engan áhuga á íslenzkri tungu, hvað þá menningu.  Helst vilja þeir sigla hraðbyri inn í ESB og láta þessa hluti, sem sannarlega eru okkur dýrmætastir, lönd og leið. 

Allt fyrir "himnaríkið" ESB ???

Sigurður Sigurðsson, 15.11.2009 kl. 20:36

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Íslensk tunga á nú þegar í vök að verjast og erum við þó utan Evrópusambandsins. Innganga í ES mun ekki hafa neina frekari hættu í för með sér fyrir íslenska tungu. Við erum í stöðugri varnarbaráttu, erlendur her flæddi um öll stræti á tímum seinni Heimsstyrjaldar, sagan endurtók sig svo þegar herinn kom á Keflavíkurflugvöll en skattsjórinn á Akureyri (sem var þá orðinn utanríkisráðherra) Kristinn Guðmundsson frændi minn af Kollsvíkurætt sýndi mikinn kjark þegar hann "lokaði" herinn að mestu inni á "Vellinum". Íslensk tunga var þó í mestri hættu á 18. og 19. öld þegar danskan var að kyrkja hana. En allar þessar þrengingar hefur hún lifað af og það verður engin sérstök vá fyrir tungumálið okkar þó við göngum í ES.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.11.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband