Jónas Hallgrímsson

Mörgum er ţađ ráđgáta ađ einstaka menn, karlar eđa konur, geta orđađ hugsanir, tilfinningar og lífsreynslu sína betur en ađrir og geta í máli brugđiđ upp sterkum myndum af mannlífi, náttúru, hugsunum og tilfinningum. Vafalaust veldur margt ţessum hćfileikum: nćm tilfinning, innsći, lífsreynsla, íhygli og gagnrýnin hugsun.

Í dag er fćđingardagur Jónasar Hallgrímssonar, listaskáldsins góđa, eins og Grímur Thomsen nefndi hann í ljóđi sem birtist í Nýjum félagsritum 1846, áriđ eftir ađ Jónas dó. Ţessu litla ljóđi lýkur ţannig:

 

Náttúrunnar numdir mál,

numdir tungur fjalla,

svo ađ gastu stein og stál

í stuđla látiđ falla.

 

Íslands varstu óskabarn,

úr ţess fađmi tekinn,

og út á lífsins eyđihjarn

örlagasvipum rekinn.

 

Langt frá ţinni feđra fold,

fóstru ţinna ljóđa,

ertu nú lagđur lágt í mold,

listaskáldiđ góđa.

 

Ţessi ummćli hlaut Jónas Hallgrímsson nýlátinn, 37 ára ađ aldri. Ekkert annađ ljóđskáld hefur hlotiđ sömu hylli, enda ţótt Íslendingar hafi síđan eignast mörg afburđa ljóđskáld, enda tókst honum í fáum ljóđum ađ bregđa upp sterkum og lýsandi myndum af mannlífi, náttúru, hugsunum og tilfinningum. Jónas Hallgrímsson er fyrsta nútímaskáld Íslendinga af ţeim sökum ađ enn lesum viđ ljóđ hans eins og samtímaskáldskap sem ekki er um önnur samtímaskáld hans. Ţá ber ţađ vitni um virđingu og hylli sem hann nýtur, ađ fćđingardagur hans var gerđur ađ sérstökum málrćktardegi Íslendinga, Degi íslenskrar tungu, ţótt allir dagar á Íslandi eigi ađ vera málrćktardagar.

En hvađ gerđi Jónas Hallgrímssonar ađ ţví skáldi sem hann er? Grímur Thomsen svarar ţessu ađ nokkru í ljóđinu Jónas Hallgrímsson: hann nam mál náttúrunnar og mýkt ljóđa hans var einstök; hann varđ fyrir sorg og hvarf burtu af Íslandi og örlögin ráku hann út á eyđihjarn lífsins međ svipum ţungra örlaga.

Ţađ sem gerđi Jónas Hallgrímsson ađ ţví skáldi sem hann er, var skilningur hans og tilfinning fyrir íslenskri náttúru og kveđskaparhefđ sem hann ólst upp viđ heima og í Bessastađaskóla, söknuđurinn viđ föđurmissi og annarra ástvina, heimţrá, tilfinninganćmi, ástarsorg og ţunglyndi - bringsmalaskottan, sem hann fann snemma fyrir - og ađ auki nćmleiki hans sem víđa má sjá dćmi um í ljóđum hans. 

Síđasta áriđ sem Jónas Hallgrímsson lifđi, orti hann smáljóđ, sonnettu, sem lýsir hug hans og tilfinningum:

Svo rís um aldir áriđ hvurt um sig,

eilífđar lítiđ blóm í skini hreinu.

Mér er ţađ svo sem ekki neitt í neinu,

ţví tíminn vill ei tengja sig viđ mig.

 

Eitt á eg samt, og annast vil eg ţig,

hugur mín sjálfs í hjarta ţoli vörđu,

er himin sér, og unir lágri jörđu,

og ţykir ekki ţokan vođalig.

 

Ég man ţeir segja: hart á móti hörđu,

en heldur vil eg kenna til og lifa,

og ţótt ađ nokkurt andstreymi ég bíđi,

 

en liggja eins og leggur upp í vörđu,

sem lestastrákar taka ţar og skrifa

og fylla, svo hann finnur ei – af níđi.

 

Orđin: heldur vil eg kenna til og lifa - eiga sér fáar hliđstćđur í bókmenntum Íslendinga, látlaus en áhrifamikil. Til hamingju međ daginn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband