Opinber tungumál

Mismunandi er hve mörg opinber tungumál eru í hverju sjálfstćđu ríki heims.  Samkvćmt skrá Sameinuđu ţjóđanna eru ađildarríki ţeirra nú 193 talsins.  Ísland var um tveggja áratuga skeiđ fámennasta ríki innan vébanda Sameinuđu ţjóđanna.  Nú eru 20 ríki fámennari.  Eins og lesendur ţekkja, eru íbúar á Íslandi um 340 ţúsund en ađeins eitt opinbert tungumál.  Á landinu eru hins vegar töluđ um 100 – eitt hundrađ – tungumál og á landinu býr samkvćmt skrá Hagstofu Íslands fólk sem fćtt er í um 160 ţjóđlöndum, flestir í Póllandi eđa 13.811.  3.412 eru fćddir í Danmörku, 2001 í Svíţjóđ, 1.132 í Noregi og 213 í Finnlandi. 1.751 eru fćddir í Ţýskalandi, 1.489 í Bretlandi, 2.187 í Bandaríkjunum, 399 í Rússlandi, 682 á Spáni, 635 í Frakklandi og 342 á Ítalíu, 77 í Eţíópíu, 84 í Gabon og 90 í Kenía – og ţannig mćtti lengi telja. 

Ţetta er mikil breyting á 50 árum og hefur áhrif á málsamfélagiđ.  Engar kröfur hafa enn veriđ gerđar um annađ – eđa önnur opinber tungumál á ţessu fámenna landi, enda sennilega tómt mál um ađ tala af ýmsum ástćđum.  Hins vegar er heimsmáliđ enska sífellt notađ í auknum mćli í samskiptum fólks á Íslandi, s.s. í verslunum, veitingastöđum og á vinnustöđum.

Í Noregi eru íbúar um 5.2 milljónir og eru opinber tungumál tvö, norska og samíska.  Norska skiptist í tvennt: nýnorsku, sem er runnin frá gamla norrćna málinu – eins og íslenska, og bókmál, sem er danska međ sćnskum framburđi, eins og gárungarnir segja.  Í Danmörku eru íbúar nćr 5.7 milljónir.  Opinbert tungumál er ţar ađeins eitt, danska, enda ţótt íbúar í landsins tali um 50 mállýskur og yfir 100 tungumál eins og á Íslandi.  Í Svíţjóđ eru íbúar um 10 milljónir.  Frá 2009 er sćnska eina stađfesta opinbera tungumáliđ í landinu.  Hins vegar eru samíska, finnsk-úgríska tungumáliđ meankieli, finnska, rómani og jiddiska, sem er mál Gyđinga frá Miđ og Austur Evrópu,  viđurkennd sem mál minnihlutahópa sem búiđ hafa í landinu um langt skeiđ.  Ađ auki eru í Svíţjóđ ađ sjálfsögđu töluđ á annađ hundrađ mál innflytjenda eins og í flestum öđrum Evrópulöndum.

Til gamans má geta ţess ađ í Tógó, sem er eitt minnsta og fámennasta land í Afríku međ um 8 milljónir íbúa, eru töluđ um 40 tungumál, en franska er ţar opinbert tungumál auk tveggja annarra tungumála, evé í suđri og kabiyé.  Í Kína er íbúafjöldi um 1,4 milljarđar.  Ţar eru nćr 300 tungumál sem töluđ eru víđs vegar um ţetta víđfeđma land sem er um 9.6 milljarđar ferkílómetra, 9.596.961 km2.  Flestir tala mandarín, sem er af kínversk-tíbetanska málaflokknum, og er ţađ hiđ opinbera mál í Kína.

Í Belgíu búa um 6.5 milljónir íbúa.  Ţar eru töluđ ţrjú tungumál ţeirra sem fćddir eru í landinu: hollenska sem um 60% tala og oft er kölluđ flćmska; franska eđa vallónska sem um 40% íbúanna talar, og ţýska er töluđ af um einu prósent íbúa.  Öll ţessi ţrjú tungumál eru talin opinber tungumál í Belgíu.

Opinber tungumál ríkja heims eru ţví međ ýmsum hćtti, eins og sjá má af ţessum dćmum, en tungumál heimsins eru talin nćr 7000.   Tungumál heims eru ţví mörg og misjöfn – ólík eins og mannfólkiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir fróđleikinn. Ţess má geta ađ í tveimur ferđum mínum um Eţíópíu uppgötvađi ég, ađ í landinu séu töluđ 139 tungumál, og á einu afskekktu fjallasvćđi, Gurra, voru innan viđ ţúsund manns sem töluđu sérstakt tungumál. 

Ţađ kom mér á óvart í haust ţegar ég kom til hérađsins Brabant í Hollandi, ađ í ţessu hérađi í ţéttbýlasta og flatasta landi Evrópu skuli vera töluđ mállýska sem er ţađ sérstök ađ Hollendingar frá öđrum landshlutum kvarta yfir ţví hve illskiljanlegir Brabantbúar geti veriđ.

Í Brabant eru stafirnir v og ei til dćmis bornir fram öđruvísi en tíđkast allt um kring.  

Ţađ eru ekki margir áratugir siđan ađ hćgt var ađ heyra á mćli sumra, ađ ţeir vćru Akureyringar. Nú hefur ţetta látiđ undan síga furđu hratt. 

Ómar Ragnarsson, 11.1.2018 kl. 14:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband