Staða íslenskrar tungu

Í gær afhenti forseti Íslands Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 að Bessastöðum við hátíðlega athöfn, eins og sagt er, en Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum.  

Tilnefndar höfðu verið fimm bækur í þremur flokkum: fagurbókmenntum, fræðiritum og bókum almenns efnis og barna- og ungmennabókum.  Fjórar af þessum fimmtán bókum hef lesið, þ.e. bækurnar „Kristur - Saga hugmyndar“ eftir Sverri Jakobsson, bókina „Flóra Íslands. Blómplöntur og birkningar“ eftir Hörð Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhallsdóttur, ljóðabálkinn „Sálumessu“ eftir Gerði Kristnýju og ljóðabókina „Haustaugu“ eftir Hannes Pétursson. 

Allar eru þessar bækur frábærar að mínum dómi – hver á sinn hátt, ekki síst bók Gerðar Kristnýjar, en í bókinni „sungin messa yfir konu sem féll fyrir eign hendi svo að þjáning hennar og líf fái ekki að gleymast.

 

Styrkur íslenskrar tungu

Þótt bókmenntaverðlaunin séu mikilsverð svo og tilnefningarnar og afhending við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, er það annað sem mér finnst meira um vert, en það er áhugi hins skapandi minnihluta Íslendinga á bókmenntum og tungumálinu. Meðan hinn skapandi minnihluti Íslendinga hefur þennan áhuga á tungumálinu, er íslenskri tungu ekki hætta búin, enda hefur hún aldrei staðið sterkar en nú.  Bölsýni og hrakspár einstakra manna hefur þar ekkert að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þarna held ég að þú hafir alveg rétt fyrir þér Tryggvi. Við megum ekki láta bölsýnina byrgja okkur sýn. Raunin er sú að það er öflugur kjarni fólks, sem þú kallar svo réttilega hinn skapandi minnihluta, sem heldur tungumálinu lifandi með skriftum og lestri. Meðan bækur á borð við Sextíu kíló af sólskini eru skrifaðar og lesnar er ástæðulaust að óttast framtíð íslenskunnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.1.2019 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband