Litir í örnefnum

Tungumálið geymir á vissan hátt sögu þjóða og viðhorf fólks til lífsins og tilverunnar. Má jafnvel segja að í tungumálinu felist eins konar heimspeki þjóðanna - heimspeki almennings. Örnefni geyma einnig upplifun fólks af umhverfi sínu og tilfinningu fyrir landinu og náttúru þess, eins og t.a.m. örnefnin Fagranes, Hreggnasi, Kaldbakur og Jökulfirðir bera með sér.

Flest íslensk örnefni eru náttúrunöfn, þ.e.a.s. eru mótuð af svip landsins og landsháttum. Norðmenn kalla slík örnefni naturnavn eða terrengnavn og hafa þeir lengið rannsakað slík örnefni. Á stundum er einnig í örnefnum tekin líking af líkama manns eða dýrs, s.s. þegar í örnefnum koma fyrir orð eins og bringa - eða bringur, botn, fótur, haus, háls, kinn, tunga - eða tungur og öxl.

Algengt er að litarorð komi fyrir í íslenskum örnefnum. Sem dæmi má nefna: Blábjörg, sem eru á tveimur stöðum á Austurlandi, Bláfeldur á sunnanverðu Snæfellsnesi, Bláfell og Bláfjöll, sem eru víða um land, Blágnípa, Bláhnjúkur og hið merkilega örnefni Blámannshattur við Eyjafjörð, Bláskógaheiði vestan Skjaldbreiðar, Bláskriða og Bleiksmýrardalur inn af Fnjóskadal, sem nær inn undir Kiðagil á Sprengisandi og mun vera einn lengsti dalur á Íslandi, Grænaborg, Grænafell, Grænahlíð, Grænalón, Grænanes, Grænavatn og Grænihnjúkur og Gullbrekka að ógleymdum sjálfum Gullfossi. Þá eru til mörg Hvítanes og Hvítár eru um sunnan- og vestanvert landið en ekki fyrir austan eða norðan. Þá er Hvítserkur á þremur stöðum á landinu, þótt Hvítserkur við botn Húnafjarðar sé þeirra kunnastur. Enn má nefna Rauðaberg, Rauðafell, Rauðháls, Rauðhóla, Rauðalæk, Rauðamel, Rauðanúp, Rauðasand, Rauðaskriðu, Rauðavatn og Rauðavík. Þá koma fyrir örnefni eins og Svartafell eða Svartafjall, Svartagil, Svartakvísl og margar Svartár, Svartfell, Svartifoss og Svarthamar.

Fróðlegt er að því að velta fyrir sér merkingu og líkingamáli í örnefnum á Íslandi þegar farið er um landið, hvort heldur er á sumri eða vetri.

 


Óli ólíkindatól.

Óli - ólíkindatól.
mbl.is Segir forsetann skorta hugrekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband