Farsi í Þjóðleikhúsinu

Í kvöld sá ég uppfærslu Þjóðleikhússins á Gerplu í leikstjórn Baltasar Kormáks, Ólafs Egils Egilssonar og leikhópsins.  Þetta var sorgleg sjón. Hér er ekki um að ræða Gerplu HKL og því síður Fóstbræðrasögu heldur moðsuðu leikstjóranna og leikhópsins sem leggja meiri áherslu á brellur og skrípislæti en texta - að ekki sé talað um boðskap.

Í hléi ræddi ég við nokkur ungmenni sem sögðust ekki hafa lesið Gerplu og heldur ekki Fóstbræðrasögu og sögðust ekkert skilja í þessu verki og sýningin væri hundleiðinleg. 

Hver tími hefur sinn stíl og hver kynslóð sín viðhorf. Ef til vill er réttlætanlegt að færa bókmenntaverk og leikverk í nýjan búning og beita leikbrögðum sem eru ný af nálinni og nýstárleg, en slíkt verður að þjóna einhverjum tilgangi - þjóna verkinu.

Þessi sýning Þjóðleikhússins var hins vegar í mínum augum farsi, að vísu allvel gerður farsi af því að margir leikendur skiluðu verki sínu vel, þótt í ljós kæmi það sem sífellt er að verða meira áberandi, að ungir leikarar ráða illa við texta - skilja ekki textann - og framsögn þeirra er stórlega ábótavant.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

thanks for your good topic

mbt shoes (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 07:17

2 identicon

Ég hef ekki séð þessa sýningu og ætla ekki að sjá hana.  Er ekki kjarni málsins þetta; þeir sem hafa lesið bókina verða fyrir vonbrigðum þegar þeir sjá sýninguna og þeir sem ekki hafa lesið bókina verða einnig fyrir vonbrigðum með sýninguna því þeir átta sig ekki á samhenginu?  Það þarf heilmikla djöfung og dirfsku að setja upp leikrit sem er "inspíruð" af texta HKL.  Stundum tekst þetta, stundum ekki.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 10:37

3 identicon

Ja hérna Tryggvi; nú er ég aldeilis steinhissa!

Ég var mjög ánægð með þessa sýningu einsog hún lagði sig.

En tímarnir eru tvennir og þrennir, ef svo má segja.

Bestu kveðjur til Akureyrar;

Sigrún

Sigrún Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 11:21

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var þarna líka í gær og er þér alveg sammála. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.3.2010 kl. 12:04

5 identicon

Þetta er frábær sýning á Baltasar Kormákur á mikið hrós skilið fyrir þessa uppsetningu.  Það verður hins vegar aldrei svo gert að öllum líki og satt að segja er sorglegt að sjá hvernig menn eins og þú eldast, verða að bitrum gamalmennum með allt á hornum sér sem agnúast út í æskuna, vanþekkingu hennar og spillingu heimsins. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt.  Það er sorglegt að fyrrum skólameistara verða að slíku fyrirbrigði

Kristján E.Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 12:42

6 identicon

Ósköp er dapurlegt að sjá svona hrokafulla athugasemd eins og hér á undan. Er Kristján E. fulltrúi ungu kynslóðarinnar? Ég er ekki mjög gamall maður þótt kominn sé yfir miðjan aldur en verð að taka undir með Tryggva. Ég get ekki séð á skrifum hans að hann hafi allt á hornum sér eða sé að agnúast út í æskuna. Þvert á móti hrósar hann leikurum fyrir það sem vel er gert og leikstjóra fyrir góðan farsa. Hann er ekki með hroka og dónaskap eins og Kristján E. Og því verður tæpast á móti mælt að framsögn ungra leikara og ungs fólks upp til hópa er orðin undarlega þokukennd og í raun eins og Tryggvi segir: stórlega ábótavant.

Ingólfur Steinsson (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 13:12

7 Smámynd: birna

Ég las Gerplu um daginn með nokkrum vinkonum og við fórum á sýninguna að því loknu. Ég var himinlifandi með sýninguna. Baltasar sýndi enn og aftur snilli sína. Bókin er brokkgeng og ég var ekki viss um á hverju væri von.
Mér finnst dásamlegt hvað leikhúsin eru öflug. Hvert snillarverkið á fætur öðru.

birna, 26.3.2010 kl. 15:05

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já, í mínum huga er bara til ein Gerpla en kanski er ég bara svona púkó og gamaldags.

Finnur Bárðarson, 26.3.2010 kl. 15:21

9 identicon

 Gerpla er ekki  efni í leikrit. Framsögn sumra var  ógóð. Heyrði fólk í hléinu  bæði fyrir framan mig og aftan kvarta yfir að það heyrði ekki það sem sagt var á  sviðinu. Sýningin var fagmannleg á ýmsan veg, en  þetta var bara allt  byggt á misskilningi.

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 22:01

10 identicon

Er þá niðurstaðan sú að smekkur fólks sé misjafn - og að list sé afstæð?

Gisli Tryggvason (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 22:17

11 identicon

Smekkur manna er misjafn, Gísli, enda sögu Rómverjar: "De gustibus non est disputandum": Um smekk er ekki unnt að deila. Einnig má segja að list sé afstæð, bæði hvað varðar tíma, stað og einstaklinga.

tryggvi Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 09:03

12 identicon

You did a good job!

mbt shoes (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 06:53

13 identicon

The specially designed of mbt shoes significantly improves both your posture and your gait. The uniquely designed of MBT, combined with correct training, achieves a more active and healthy posture and walk. Wearing mbt shoes will burn extra calories, help to regenerate muscles. Cheap mbt shoes sale in MBTag.com.

mbt shoes (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband