13.3.2010 | 12:56
Lán leysa ekki skuldavanda Íslendinga
Í MBL í dag er viðtal við Alex Jurshevski, hagfræðing fæddan í Kanada en sem starfað hefur víða um lönd, og hefur um 20 ára skeið rekið fyrirtækið Recovery Partners sem sérhæfir sig í skuldavanda fullvalda ríkja.
Í viðtalinu bendir Jurshevski á að aukin erlend lán leysi ekki efnahagsvanda Íslendinga. Þjóðin eigi margra annarra kosta völ en taka lán og geti unnið sig út úr vandanum án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Íslenska ríkið geti axlað ICESAVE skuldbindingar "með réttri skuldastýringu en til þess að það dæmi gangi upp þurfi sennilega að afþakka frekari lánaveitingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndum". Allt eins og talað út úr mínum munni!
Þetta viðtal þurfa allir að lesa sem áhuga hafa á efnahagsmálum og sjálfstæði þjóðarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2010 | 10:34
Undarleg ummæli utanríksráðherra Svía
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2010 | 15:33
Græni hatturinn á Akureyri
Gaman er til þess að vita að Sigmundur Rafn Einarsson og eiginkona hans, Guðbjörg Inga Jósefsdóttir, stofnendur Bláu könnunnar, fyrsta reyklausa kaffihúss á Íslandi, og Græna hattsins, fyrsta menningarhússins á Akureyri sem bauð upp á lifandi tónlist, skuli ætla að endurbæta og stækka Græna hattinn og gera reksturinn fjölbreyttari.
PARÍS, hið fornfræga hús þeirra hjóna, hefur frá því þau eignuðust það 1997 verið miðpunktur göngugötunnar á Akureyri og dregið til sín tugþúsundir manna víðs vegar að úr heiminum og margar myndlistarsýningarnar á annarri hæð hússins eru mér afar minnisstæðar. Ég tek minn græna hatt ofan fyrir þeim hjónum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2010 | 10:52
Lausn á Icesave - ný sýn
Afstaðan til Icesave liggur ljós fyrir. Íslenska þjóðin vill ekki taka á sig skuldir gamla Landsbankans, enda var um einkafyrirtæki að ræða, og samkvæmt lögum og reglum ESB og landslögum á Íslandi er ekki unnt að skuldbinda þriðja aðila í slíkum viðskiptum. Því verður að leita annarra leiða.
Eðileg og sanngjörn leið blasir við. Bretar og Hollendingar fá allar eignir gamla Landsbankans. Að bestu manna yfirsýn nægja þessar eignir fyrir mestum - eða öllum lágmarksgreiðslum breska og hollenska ríkissjóðsins vegna endurgreiðslu til innstæðueigenda í löndunum tveimur. Engir vextir verða greiddir né heldur útlagður kostnaður breskra og hollenskra stjórnvalda. Með þessu hafa flestir innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fengið tjón sitt bætt að mestu. Komi í ljós eftir fimm eða tíu ár að eignir gamla Landsbankans nægðu ekki fyrir lágmarksgreiðslum, er hugsanlegt að ríkisstjórnir landanna þriggja setjist að samningaborði og ræði málin í bróðerni án þess hótanir um hermdarverk og hryðjuverkalög vofi yfir.
Í bönkum á Íslandi er nægilegt fé til að endurreisa atvinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar. Til þess að bæta stöðuna þarf því engin erlend lán, enda eru erlend lán að drekkja þjóðinni, og til þess að bjarga drukknandi manni er ekki hellt ofan í hann söltum sjó. Hins vegar eru vextir of háir, eins og flestum er ljóst. Með því að lækka vexti og lána fé íslenskra innstæðueigenda þar á meðal lífeyrissjóðanna - til heiðarlegra atvinnurekenda blasir við ný sýn.
Innviðir ríkisins eru sterkir. Menntun fólks er góð. Auðlindir landsins eru miklar. Kröfunni um ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, verður fylgt eftir og krafist heiðarleika og gagnsæi í stjórnmálum og viðskiptum. Fjölmörg ríki vilja - og þurfa á að halda vörum sem Íslendingar geta framleitt. Við eigum því margra kosta völ. En við hengjum ekki bakara fyrir smið heldur refsum þeim sem sekir eru.
Bloggar | Breytt 8.3.2010 kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2010 | 00:43
Hamingja Íslands - óhamingja íslenskra stjórnmálamanna
Íslenskir stjórnmálamenn sem skilja ekki um hvað þjóðaratkvæði Icesave snýst, eiga að draga sig í hlé. Það er best fyrir þá - og þjóðina alla.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave á laugardag er tækifæri fyrir okkur sem förum ekki út á stræti og torg að berja bumbur, potta, pönnur til þess að láta í ljós skoðun okkar og skoðun okkar er ljós. Við borgum skuldir okkar en borgum ekki skuldir óreiðumanna og glæframanna sem ætluðu að græða fé í skjóli trúnaðar og virðingar okkar fyrir heiðarlegu dugnaðarfólki sem vill efla íslenskar atvinnugreinar og fjármálakerfi. En við vorum svikin. Trúnaður var brotinn. Ein grundvallarsetning í siðuðu samfélagi var brotin, setningin: þú skalt ekki stela.
Nú höfum við fengið tækifæri til þess að segja álit okkar á ráðaleysi stjórnmálamanna og svikum óreiðumanna. Réttlætiskennd okkar er misboðið. Stjórnmálamönnum hefur mistekist að verja hagsmuni okkar gagnvart breskum og hollenskum heimsvaldasinnum í kjölfar svika íslenskra og erlendra óreiðumanna í skjóli regluverks auðvalds sem fær ekki staðist. Þess vegna segjum við NEI.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2010 | 22:35
Óheilindi utanríkisráðuneytisins
Fréttir af viðræðum fulltrúa utanríkisráðuneytis Össurar Skarphéðinssonar og fulltrúa stjórnar Bandaríkjanna á Íslandi í janúar vekja mér furðu. Undirlægjuháttur og lágkúra virðast hafa einkennt viðræðurnar og tillagan um að Norðmenn taki á sig Icesave-skuldir Landsbankans og semji síðan við Íslendinga um endurgreiðslu - eru eins og óvitar séu á ferð.
Ef ummæli íslenska sendiherrans um forseta Íslands eru rétt eftir höfð, ber að víkja sendiherranum tafarlaust úr starfi. Þegar ofan á bætist að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, hin sterki maður ríkisstjórnarinnar, hefur ekkert um þetta vitað, ber slíkt vitni um óheilindi af hálfu utanríkisráðherra.
Bloggar | Breytt 19.2.2010 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2010 | 10:55
Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna
Morgunblaðið birtir í dag grein eftir franskan hagfræðing og fyrrverandi þingmann á Evrópuþinginu, Alain Lipietz. Allir sem áhuga hafa á þjóðmálum ættu að lesa þessa grein gaumgæfilega.
Í greininni tekur Lipietz í raun undir orð Stefáns Más Stefánssonar prófessors, Lárusar Blöndals hæstaréttarlögmanns, Sigurðar Líndals prófessors, Ragnars Hall hæstaréttarlögmanns og fleiri góðra manna, að Íslendingar eigi ekki að borga skuldir óreiðumanna, svo notuð séu ummæli Davíðs Oddssonar, sem þá eins og oft endranær hitti naglann á höfuðið.
Lipietz telur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi komið af stað höggbylgju í fjármálaheimi Evrópu þegar hann vísaði Icesave-lögunum í þjóðaratkvæði. Í fyrsta skipti í þessari fjármálakreppu heimsins væri verið að hafna því að almenningur tæki á sínar herðar skuldir einkafyrirtækis.
Í greininni rekur Lipietz á skýran og auðskiljanlegan hátt stöðu málsins og bendir á - eins og Eva Joly hefur einnig gert - að reglur Evrópusambandsins um fjármál og fjármálaviðskipti séu gallaðar, enda er ein ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar ganga svo hart fram gegn Íslendingum í þessu máli tilraun til að breiða yfir þessa galla og kenna öðrum um.
Lesið grein Lipietz.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.1.2010 | 16:06
Enn er deilt um menn - ekki málefni
Enn deila menn um forsetann, ekki það sem forsetinn sagði og vill gera: leyfa þjóðinni að taka afstöðu í þessu mikilsverða máli sem er ekkert annað en skattlagning erlendra ríkja á íslenska borgara.
Ólafur Ranar Grímsson er svipmikill og hæfileikaríkur forseti. Nú getur forseti Íslands ekki látið sér nægja tala um íslenska menningu og gróðursetningu heldur er forsetaembættið orðið alvöru embætti, pólitískt embætti og ekki aðeins upp á punt, sem misvitrir atvinnustjórnmálamenn geta ráðskast með og ráðið fyrir. Embætti forseta Íslands á að vera sjálfstætt embætti sem veitir stjórnmálamönnum aðhald og almenningi vernd í gerbreyttum heimi, heimi aukinna alþjóðlegra samskipta og alþjóðlegra átaka.
Enginn núlifandi Íslendingur hefur meiri pólitíska reynslu og pólitísk hyggindi en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er hins vegar hvorki alvitur né gallalaus, frekar en við sum hin, og ég fullyrði að enginn hefði getað gert það sem hann hefur nú gert á fáum dögum: vakið athygli umheimsins á óréttlæti því sem felst í að krefjast þess að ríkissjóður - eða réttara sagt almenningur á Íslandi greiði fyrir mistök Evrópusambandsins og gallað regluverk þess.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2010 | 15:10
Íslendingar ætla að borga skuldir sínar, ekki skuldir óreiðumanna

Gömlu fjandvinirnir Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson eru loks orðnir skoðanabræður. Davíð sagði í sjónvarpsviðtali 7. október 2008 að við Íslendingar ætluðum ekki að borga "skuldir óreiðumanna". Ólafur Ragnar hefur nú lagt ný lög Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave í dóm þjóðarinnar en ljóst er að lögunum verður hafnað í þjóðaratkvæði. Þar með borgum við ekki skuldir óreiðumanna.
Bragð er að þá barnið finnur
Orð tíu ára drengs í fréttum ríkissjónvarpsins á dögunum gætu hins vegar orðið Íslendingum áminning og leiðarljós, þegar hann sagði, að það væri ekki réttlátt eða eðlilegt að almenningur borgaði skuldir einkafyrirtækja.
Hins vegar ber öllum að greiða skuldir sínar og ríkissjóði að greiða skuldir sem Alþingi hefur stofnað til. Svo einfalt er það.
Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir, sem lögðu fé inn á Icesave reikninga Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi í von um meiri arð vegna hærri vaxta, verða að láta sér nægja fé sem fæst við sölu eigna bankans þegar þar að kemur og komi engar vaxtagreiðslur eða fjárbætur frá ríkissjóði eða íslenskum almenningi þar í viðbót, nema óháður dómstóll telji ríkið bera skaðabótaábyrgð vegna vanrækslu eða mistaka við eftirlit eða aðhald íslenskra stjórnvalda.
Ofbeldi
Yfirgangur ríkisstjórna Bretlands og Hollands gagnvart ríkisstjórn og Alþingi stafar annars vegar af gamalli ofbeldishefð með þessum þjóðum og hins vegar af því, að Evrópusambandið er að klóra yfir galla á regluverki sínu.
Það sem hins vegar veikir stöðu Íslendinga nú er tvennt. Annars vegar gamli sundurlyndisfjandinn þar sem hver höndin er uppi á móti annarri, eins og oft áður. Hins vegar óþroskuð umræðuhefð stjórnmálamanna og fjölmiðla, en þessi umræðuhefð er að verða þjóðarböl.
Dugnaður Íslendinga, auðlindir landsins, saga þjóðarinnar og menning eiga hins vegar eftir að efla hag þjóðarinnar og auka virðingu hennar fyrir sjálfri sér og virðingu annarra fyrir þessari fámennu og dugmiklu þjóð og við eigum þá vini sem við þurfum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2009 | 01:35
Íslendingar - íslensk tunga
Á degi íslenskrar tungu á því herrans ári 2009, árið eftir hrunið mikla, degi eftir "þjóðþing Íslendinga", er ástæða til þess að huga að því, hvað gerir þessa undarlegu, sundruðu og sundurleitu þjóð að Íslendingum.
Það er ekki vonin um réttlæti og heiðarleika, ekki þrá eftir ást, heldur ekki landið sem við byggjum og alls ekki sagan í þúsund ár, því að von um réttlæti og heiðarleika, þrá eftir ást og umhyggju - og land, sem fylgir fólki alla ævi, er sameign allra - jafnvel þeirra sem eiga sér enga sögu.
Það sem gerir okkur að Íslendingum er tungumálið sem við tölum - íslensk tunga - þetta undarlega, ævaforna mál sem geymir minningar í þúsund ár, geymir trú og vonir, heift og ást, örlög og refsidóma - "ástkæra ylhýra málið" sem Jónas nefndi svo fagurlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)